Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 15:16 Graskögglar þykja gott fóður í ýmsar skepnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við. Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við.
Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira