Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sama um réttindi barna? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:30 Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar