Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo? Helga Þórisdóttir skrifar 27. janúar 2023 17:00 Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Helga Þórisdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar