Upphefð eða bjarnargreiði? Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:30 Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Menning Listamannalaun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar