Krefst þess að lögreglan biðjist afsökunar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. mars 2023 20:53 Þórður Magnússon krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni. Stöð 2 Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. Það var í desembermánuði árið 2017 sem Europol tilkynnti að samræmdar aðgerðir ákæruvalds og lögreglu í Póllandi, Hollandi og á Íslandi hafi upprætt alþjóðlegan glæpahring sem tengdur væri fíkniefnaviðskiptum og framleiðslu, fjársvikum og peningaþvætti. Í kjölfarið boðaði lögreglan ásamt Tollstjóra, Europol, Eurojust og pólsku lögreglunnar til umfangsmikils blaðamannafundar í Rúgbrauðsgerðinni. Á blaðamannafundinum kom fram að mikið magn efna til framleiðslu á fíkniefnum hafi verið haldlagt ásamt því að eignir hafi verið frystar. Málið var fljótlega kennt við verslanirnar Euro market, en sumir þeirra grunuðu komu að rekstri verslanana. Fimm voru handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá bættist íslenskur maður, Þórður Magnússon, við hóp sakborninga í málinu. Hann segist hafa orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. „Ég bý í 850 manna þorpi. Þar mæta fimm lögreglubílar og þrettán lögreglumenn frá Reykjavík plús öll lögreglan á Snæfellsnesi. Þeir gerðu samhæfða árás á heimili mitt og fyrirtækið mitt. Ráðist inn í bankann með einhverja heimild til þess að bora út bankahólfið mitt.“ Rekstur Þórðar varð líka fyrir tjóni og hann þurfti að berjast fyrir því að halda tengslum við sína viðskiptavini. „Ég þurfti að hringja í hvert einasta fyrirtæki og segja þeim hvernig í potttinn var búið. Þessi fyrirtæki skipta ekki við menn sem eru grunaðir um að vera tengdir stærsta fíkniefnainnflutningi Íslands.“ Fyrir nokkrum dögum fengu allir sakborningarnir á Íslandi senda staðfestingu þess efnis að rannsókn málsins yrði ekki haldið áfram og að ekki yrði gefin út ákæra í málinu. Tilkynning um niðurfellingu málsins var send þann 22. febrúar síðastliðinn.Stöð 2 Þórður segist vilja að málið endi eins og það byrjaði. „Ég vil að þeir haldi annan fréttamannafund, þar sem þeir biðjast afsökunar. Ég veit að það gerist ekki. Ég myndi láta allt niður falla fyrsta dag ef ég fengi afsökunarbeiðni. Ég veit það gerist ekki. Þannig að núna þarf ég sennilega að þvinga fram afsökunarbeiðni með því að fara í skaðabótamál á hendur ríkinu þar sem skaðabótakrafan verður vægast sagt mjög hógvær, því þetta snýst ekki um peninga heldur snýst þetta um að ég verði hreinsaður af þessum áburði sem að lögreglan stóð fyrir.“ Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Það var í desembermánuði árið 2017 sem Europol tilkynnti að samræmdar aðgerðir ákæruvalds og lögreglu í Póllandi, Hollandi og á Íslandi hafi upprætt alþjóðlegan glæpahring sem tengdur væri fíkniefnaviðskiptum og framleiðslu, fjársvikum og peningaþvætti. Í kjölfarið boðaði lögreglan ásamt Tollstjóra, Europol, Eurojust og pólsku lögreglunnar til umfangsmikils blaðamannafundar í Rúgbrauðsgerðinni. Á blaðamannafundinum kom fram að mikið magn efna til framleiðslu á fíkniefnum hafi verið haldlagt ásamt því að eignir hafi verið frystar. Málið var fljótlega kennt við verslanirnar Euro market, en sumir þeirra grunuðu komu að rekstri verslanana. Fimm voru handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá bættist íslenskur maður, Þórður Magnússon, við hóp sakborninga í málinu. Hann segist hafa orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. „Ég bý í 850 manna þorpi. Þar mæta fimm lögreglubílar og þrettán lögreglumenn frá Reykjavík plús öll lögreglan á Snæfellsnesi. Þeir gerðu samhæfða árás á heimili mitt og fyrirtækið mitt. Ráðist inn í bankann með einhverja heimild til þess að bora út bankahólfið mitt.“ Rekstur Þórðar varð líka fyrir tjóni og hann þurfti að berjast fyrir því að halda tengslum við sína viðskiptavini. „Ég þurfti að hringja í hvert einasta fyrirtæki og segja þeim hvernig í potttinn var búið. Þessi fyrirtæki skipta ekki við menn sem eru grunaðir um að vera tengdir stærsta fíkniefnainnflutningi Íslands.“ Fyrir nokkrum dögum fengu allir sakborningarnir á Íslandi senda staðfestingu þess efnis að rannsókn málsins yrði ekki haldið áfram og að ekki yrði gefin út ákæra í málinu. Tilkynning um niðurfellingu málsins var send þann 22. febrúar síðastliðinn.Stöð 2 Þórður segist vilja að málið endi eins og það byrjaði. „Ég vil að þeir haldi annan fréttamannafund, þar sem þeir biðjast afsökunar. Ég veit að það gerist ekki. Ég myndi láta allt niður falla fyrsta dag ef ég fengi afsökunarbeiðni. Ég veit það gerist ekki. Þannig að núna þarf ég sennilega að þvinga fram afsökunarbeiðni með því að fara í skaðabótamál á hendur ríkinu þar sem skaðabótakrafan verður vægast sagt mjög hógvær, því þetta snýst ekki um peninga heldur snýst þetta um að ég verði hreinsaður af þessum áburði sem að lögreglan stóð fyrir.“
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira