Aukið samstarf í átt að kolefnishlutleysi Þór Sigfússon skrifar 15. mars 2023 12:01 Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Þór Sigfússon Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun