Af virðingu við leikskólakennara og foreldra Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 30. mars 2023 07:01 Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum. Fjötrar núverandi dagvistunarkerfis Í núverandi kerfi er Reykjavík bæði kaupandi og langstærsti rekstraraðili vistunarmöguleika í borginni, sem þýðir að starfsfólk og foreldrar eru algjörlega upp á borgina komin. Mynd 1. Skipurit núverandi dagvistunarkerfis Eins og sést á mynd 1 rekur borgin og stjórnar um 80% af öllum vistunarmöguleikum í Reykjavík með beinum hætti. Í krafti þessa skipulags ræður meirihlutahópurinn í Ráðhúsinu nánast öllu um starfsemi leikskólana, ekki bara fjölda barna á hvern fermeter eða starfsmann heldur líka því viðhaldsfé sem skólarnir fá og hvernig starfsfólk á að ráða. Starfsfólk leikskólanna getur því vart borið hönd yfir höfuð sér þegar meirihlutinn í borgarstjórn tekur slæma ákvörðun né afstýrt því að sú ákvörðun leiði af sér vítahring. Mynd 2. sýnir hvernig þrjár slæmar ákvarðanir hafa leitt til þriggja vítahringa sem magna áhrif hvers annars: Vítahringir viðhaldsleysis, svikinna loforða og kröfuminni ráðninga. Mynd 2. Þrír vítahringir leikskóla borgarinnar Leikskólastjórnendur hafa lengi kvartað yfir skorti á viðhaldsfé og svo lélegs viðbragðs borgarinnar og vondra ráða til stjórnenda í mygluvanda. Raskið vegna lokana deilda eða leikskólans alls og aukin samskiptaþungi við foreldra eykur álagið á starfsfólkið sem of oft endar með flótta úr starfi eða veikindaleyfi vegna myglu eða kulnunar. Meðan starfsemi margra leikskóla er í uppnámi tilkynnir meirihlutinn í borgarstjórn reglulega að öll 12 mánaða börn í Reykjavík fái leikskólapláss innan fyrirsjáanlegs tíma. Foreldrar skipuleggja fæðingarorlof út frá því og sitja svo í súpunni vegna loforða sem ekki standast. Það eru engar upplýsingar að fá um biðlista eða stöðu hvers barns í röðinni svo foreldrar hringja í leikskólana eftir upplýsingum og oft fara heilu dagarnir hjá starfsfólki í að svara símtölunum. Þá er ómældur tími foreldranna sem fer í að finna út úr málunum. Ár hvert fer fjöldi leikskólaplássa forgörðum vegna manneklu. Því ákvað borgin að minnka kröfurnar til starfsfólks. Þá jókst álagið verulega á faglærða starfsfólkið sem þarf að sinna aukinni starfsmannaþjálfun og oft íslenskukennslu samhliða eigin vinnu. Niðurstaðan er enn meiri mannekla, færri leikskólapláss og hærri kostnaður fyrir borgina sem reynir þá að spara áfram á kostnað gæðanna sem eykur aftur á flótta faglærða úr stéttinni. Enda fátt um að velja fyrir faglærða leikskólastarfsmenn í þessu kerfi sem veikir samningsstöðu þeirra gagnvart borginni. Framtíðarsýnin snýst um að valdefla starfsfólk og foreldra Hugsanlega er eftirspurn frá foreldrum og faglærðu starfsfólki eftir smærri leikskólum með færri börnum á starfsmann, sérhæfðum leikskóla fyrir börn með sérþarfir eða jafnvel Montessori leikskóla svo dæmi sé tekið. Þar sem borgin ræður nánast öllu kerfinu er mjög erfitt fyrir faglærða að svara sjálf slíkri eftirspurn. Þessu er öfugt farið í frjálslyndu dagvistunarkerfi. Þá færir borgin valdið til fagfólksins en einbeitir sér að fjármögnun kerfisins, tryggja að starfsstaðir uppfylli allar nauðsynlegar kröfur og greiðir fjölbreytninni veginn. Þá verða fagfólk og foreldrar virkir þátttakendur í kerfinu, ekki valdalausir þiggjendur. Mynd 3. „Blómið“ dagvistunarkerfi sem byggir á frjálslyndri hugmyndafræði Mynd 3. sýnir Blómið eins og ég vil kalla það. Í stað þess að steypa alla í sama mót er reiknað með að bæði fagfólk og foreldrar hafi mismunandi þarfir og óskir. Foreldrar, starfsfólk og Reykjavíkurborg móta kerfið saman með sífelldu og gagnkvæmu samtali um úrvalið. Þá getur enginn einn aðili knésett allt kerfið með slæmri frammistöðu. Betra úrval vinnustaða styrkir samningsstöðu starfsfólks og með meira sjálfsvaldi hafa rekstraraðilar fleiri verkfæri til að lokka fagfólk til sín sem eflir gæði starfsins og trekkir að foreldra. Langtíma- og skammtímalausnir Í nýlegu Kastljósviðtali reyndi ég að útskýra Blómið í stuttu máli. Sú kerfisbreyting myndi leysa leikskólavandann til langtíma en meirihlutinn í borgarstjórn mun seint taka upp hugmyndir Sjálfstæðismanna, því miður. Til skamms tíma má byrja að fjölga valkostum en án þess þó að gefa afslátt af gæðum, eins og kanna hvort bæta megi við 5 ára bekk í einhverjum þeirra grunnskólum sem þegar hafa starfandi leikskólakennara. Í framhaldi af viðtalinu hef ég átt uppbyggileg samtöl við marga leikskólastarfsmenn sem hafa aukið verulega á þekkingu mína á þessum málum. Eitt mikilvægt sem mér var bent á er að allir núverandi leikskólakennaranemar eru þegar starfsmenn leikskólanna og mannekluvandinn flyst bara á milli bygginga. Það verður því að tryggja nýliðun í stéttinni ef annað á að virka. Nú eru samningar leikskólakennara að losna og þá kemur til umræðu hvernig kjör og starfsaðstæður leikskólakennara eiga þátt í þeirri óheillaþróun sem hefur orðið í leikskólunum. Núverandi kerfi er illa fjármagnað og ekki batnar það við sífellda skelli. Ef ráðamenn vilja sýna virðingu sína gagnvart foreldrum og starfsfólki í verki þarf að byrja á að horfast í augu við raunverulega fjárþörf leikskólanna og tryggja starfsfólki mannsæmandi starfsaðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum. Fjötrar núverandi dagvistunarkerfis Í núverandi kerfi er Reykjavík bæði kaupandi og langstærsti rekstraraðili vistunarmöguleika í borginni, sem þýðir að starfsfólk og foreldrar eru algjörlega upp á borgina komin. Mynd 1. Skipurit núverandi dagvistunarkerfis Eins og sést á mynd 1 rekur borgin og stjórnar um 80% af öllum vistunarmöguleikum í Reykjavík með beinum hætti. Í krafti þessa skipulags ræður meirihlutahópurinn í Ráðhúsinu nánast öllu um starfsemi leikskólana, ekki bara fjölda barna á hvern fermeter eða starfsmann heldur líka því viðhaldsfé sem skólarnir fá og hvernig starfsfólk á að ráða. Starfsfólk leikskólanna getur því vart borið hönd yfir höfuð sér þegar meirihlutinn í borgarstjórn tekur slæma ákvörðun né afstýrt því að sú ákvörðun leiði af sér vítahring. Mynd 2. sýnir hvernig þrjár slæmar ákvarðanir hafa leitt til þriggja vítahringa sem magna áhrif hvers annars: Vítahringir viðhaldsleysis, svikinna loforða og kröfuminni ráðninga. Mynd 2. Þrír vítahringir leikskóla borgarinnar Leikskólastjórnendur hafa lengi kvartað yfir skorti á viðhaldsfé og svo lélegs viðbragðs borgarinnar og vondra ráða til stjórnenda í mygluvanda. Raskið vegna lokana deilda eða leikskólans alls og aukin samskiptaþungi við foreldra eykur álagið á starfsfólkið sem of oft endar með flótta úr starfi eða veikindaleyfi vegna myglu eða kulnunar. Meðan starfsemi margra leikskóla er í uppnámi tilkynnir meirihlutinn í borgarstjórn reglulega að öll 12 mánaða börn í Reykjavík fái leikskólapláss innan fyrirsjáanlegs tíma. Foreldrar skipuleggja fæðingarorlof út frá því og sitja svo í súpunni vegna loforða sem ekki standast. Það eru engar upplýsingar að fá um biðlista eða stöðu hvers barns í röðinni svo foreldrar hringja í leikskólana eftir upplýsingum og oft fara heilu dagarnir hjá starfsfólki í að svara símtölunum. Þá er ómældur tími foreldranna sem fer í að finna út úr málunum. Ár hvert fer fjöldi leikskólaplássa forgörðum vegna manneklu. Því ákvað borgin að minnka kröfurnar til starfsfólks. Þá jókst álagið verulega á faglærða starfsfólkið sem þarf að sinna aukinni starfsmannaþjálfun og oft íslenskukennslu samhliða eigin vinnu. Niðurstaðan er enn meiri mannekla, færri leikskólapláss og hærri kostnaður fyrir borgina sem reynir þá að spara áfram á kostnað gæðanna sem eykur aftur á flótta faglærða úr stéttinni. Enda fátt um að velja fyrir faglærða leikskólastarfsmenn í þessu kerfi sem veikir samningsstöðu þeirra gagnvart borginni. Framtíðarsýnin snýst um að valdefla starfsfólk og foreldra Hugsanlega er eftirspurn frá foreldrum og faglærðu starfsfólki eftir smærri leikskólum með færri börnum á starfsmann, sérhæfðum leikskóla fyrir börn með sérþarfir eða jafnvel Montessori leikskóla svo dæmi sé tekið. Þar sem borgin ræður nánast öllu kerfinu er mjög erfitt fyrir faglærða að svara sjálf slíkri eftirspurn. Þessu er öfugt farið í frjálslyndu dagvistunarkerfi. Þá færir borgin valdið til fagfólksins en einbeitir sér að fjármögnun kerfisins, tryggja að starfsstaðir uppfylli allar nauðsynlegar kröfur og greiðir fjölbreytninni veginn. Þá verða fagfólk og foreldrar virkir þátttakendur í kerfinu, ekki valdalausir þiggjendur. Mynd 3. „Blómið“ dagvistunarkerfi sem byggir á frjálslyndri hugmyndafræði Mynd 3. sýnir Blómið eins og ég vil kalla það. Í stað þess að steypa alla í sama mót er reiknað með að bæði fagfólk og foreldrar hafi mismunandi þarfir og óskir. Foreldrar, starfsfólk og Reykjavíkurborg móta kerfið saman með sífelldu og gagnkvæmu samtali um úrvalið. Þá getur enginn einn aðili knésett allt kerfið með slæmri frammistöðu. Betra úrval vinnustaða styrkir samningsstöðu starfsfólks og með meira sjálfsvaldi hafa rekstraraðilar fleiri verkfæri til að lokka fagfólk til sín sem eflir gæði starfsins og trekkir að foreldra. Langtíma- og skammtímalausnir Í nýlegu Kastljósviðtali reyndi ég að útskýra Blómið í stuttu máli. Sú kerfisbreyting myndi leysa leikskólavandann til langtíma en meirihlutinn í borgarstjórn mun seint taka upp hugmyndir Sjálfstæðismanna, því miður. Til skamms tíma má byrja að fjölga valkostum en án þess þó að gefa afslátt af gæðum, eins og kanna hvort bæta megi við 5 ára bekk í einhverjum þeirra grunnskólum sem þegar hafa starfandi leikskólakennara. Í framhaldi af viðtalinu hef ég átt uppbyggileg samtöl við marga leikskólastarfsmenn sem hafa aukið verulega á þekkingu mína á þessum málum. Eitt mikilvægt sem mér var bent á er að allir núverandi leikskólakennaranemar eru þegar starfsmenn leikskólanna og mannekluvandinn flyst bara á milli bygginga. Það verður því að tryggja nýliðun í stéttinni ef annað á að virka. Nú eru samningar leikskólakennara að losna og þá kemur til umræðu hvernig kjör og starfsaðstæður leikskólakennara eiga þátt í þeirri óheillaþróun sem hefur orðið í leikskólunum. Núverandi kerfi er illa fjármagnað og ekki batnar það við sífellda skelli. Ef ráðamenn vilja sýna virðingu sína gagnvart foreldrum og starfsfólki í verki þarf að byrja á að horfast í augu við raunverulega fjárþörf leikskólanna og tryggja starfsfólki mannsæmandi starfsaðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun