Af virðingu við leikskólakennara og foreldra Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 30. mars 2023 07:01 Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum. Fjötrar núverandi dagvistunarkerfis Í núverandi kerfi er Reykjavík bæði kaupandi og langstærsti rekstraraðili vistunarmöguleika í borginni, sem þýðir að starfsfólk og foreldrar eru algjörlega upp á borgina komin. Mynd 1. Skipurit núverandi dagvistunarkerfis Eins og sést á mynd 1 rekur borgin og stjórnar um 80% af öllum vistunarmöguleikum í Reykjavík með beinum hætti. Í krafti þessa skipulags ræður meirihlutahópurinn í Ráðhúsinu nánast öllu um starfsemi leikskólana, ekki bara fjölda barna á hvern fermeter eða starfsmann heldur líka því viðhaldsfé sem skólarnir fá og hvernig starfsfólk á að ráða. Starfsfólk leikskólanna getur því vart borið hönd yfir höfuð sér þegar meirihlutinn í borgarstjórn tekur slæma ákvörðun né afstýrt því að sú ákvörðun leiði af sér vítahring. Mynd 2. sýnir hvernig þrjár slæmar ákvarðanir hafa leitt til þriggja vítahringa sem magna áhrif hvers annars: Vítahringir viðhaldsleysis, svikinna loforða og kröfuminni ráðninga. Mynd 2. Þrír vítahringir leikskóla borgarinnar Leikskólastjórnendur hafa lengi kvartað yfir skorti á viðhaldsfé og svo lélegs viðbragðs borgarinnar og vondra ráða til stjórnenda í mygluvanda. Raskið vegna lokana deilda eða leikskólans alls og aukin samskiptaþungi við foreldra eykur álagið á starfsfólkið sem of oft endar með flótta úr starfi eða veikindaleyfi vegna myglu eða kulnunar. Meðan starfsemi margra leikskóla er í uppnámi tilkynnir meirihlutinn í borgarstjórn reglulega að öll 12 mánaða börn í Reykjavík fái leikskólapláss innan fyrirsjáanlegs tíma. Foreldrar skipuleggja fæðingarorlof út frá því og sitja svo í súpunni vegna loforða sem ekki standast. Það eru engar upplýsingar að fá um biðlista eða stöðu hvers barns í röðinni svo foreldrar hringja í leikskólana eftir upplýsingum og oft fara heilu dagarnir hjá starfsfólki í að svara símtölunum. Þá er ómældur tími foreldranna sem fer í að finna út úr málunum. Ár hvert fer fjöldi leikskólaplássa forgörðum vegna manneklu. Því ákvað borgin að minnka kröfurnar til starfsfólks. Þá jókst álagið verulega á faglærða starfsfólkið sem þarf að sinna aukinni starfsmannaþjálfun og oft íslenskukennslu samhliða eigin vinnu. Niðurstaðan er enn meiri mannekla, færri leikskólapláss og hærri kostnaður fyrir borgina sem reynir þá að spara áfram á kostnað gæðanna sem eykur aftur á flótta faglærða úr stéttinni. Enda fátt um að velja fyrir faglærða leikskólastarfsmenn í þessu kerfi sem veikir samningsstöðu þeirra gagnvart borginni. Framtíðarsýnin snýst um að valdefla starfsfólk og foreldra Hugsanlega er eftirspurn frá foreldrum og faglærðu starfsfólki eftir smærri leikskólum með færri börnum á starfsmann, sérhæfðum leikskóla fyrir börn með sérþarfir eða jafnvel Montessori leikskóla svo dæmi sé tekið. Þar sem borgin ræður nánast öllu kerfinu er mjög erfitt fyrir faglærða að svara sjálf slíkri eftirspurn. Þessu er öfugt farið í frjálslyndu dagvistunarkerfi. Þá færir borgin valdið til fagfólksins en einbeitir sér að fjármögnun kerfisins, tryggja að starfsstaðir uppfylli allar nauðsynlegar kröfur og greiðir fjölbreytninni veginn. Þá verða fagfólk og foreldrar virkir þátttakendur í kerfinu, ekki valdalausir þiggjendur. Mynd 3. „Blómið“ dagvistunarkerfi sem byggir á frjálslyndri hugmyndafræði Mynd 3. sýnir Blómið eins og ég vil kalla það. Í stað þess að steypa alla í sama mót er reiknað með að bæði fagfólk og foreldrar hafi mismunandi þarfir og óskir. Foreldrar, starfsfólk og Reykjavíkurborg móta kerfið saman með sífelldu og gagnkvæmu samtali um úrvalið. Þá getur enginn einn aðili knésett allt kerfið með slæmri frammistöðu. Betra úrval vinnustaða styrkir samningsstöðu starfsfólks og með meira sjálfsvaldi hafa rekstraraðilar fleiri verkfæri til að lokka fagfólk til sín sem eflir gæði starfsins og trekkir að foreldra. Langtíma- og skammtímalausnir Í nýlegu Kastljósviðtali reyndi ég að útskýra Blómið í stuttu máli. Sú kerfisbreyting myndi leysa leikskólavandann til langtíma en meirihlutinn í borgarstjórn mun seint taka upp hugmyndir Sjálfstæðismanna, því miður. Til skamms tíma má byrja að fjölga valkostum en án þess þó að gefa afslátt af gæðum, eins og kanna hvort bæta megi við 5 ára bekk í einhverjum þeirra grunnskólum sem þegar hafa starfandi leikskólakennara. Í framhaldi af viðtalinu hef ég átt uppbyggileg samtöl við marga leikskólastarfsmenn sem hafa aukið verulega á þekkingu mína á þessum málum. Eitt mikilvægt sem mér var bent á er að allir núverandi leikskólakennaranemar eru þegar starfsmenn leikskólanna og mannekluvandinn flyst bara á milli bygginga. Það verður því að tryggja nýliðun í stéttinni ef annað á að virka. Nú eru samningar leikskólakennara að losna og þá kemur til umræðu hvernig kjör og starfsaðstæður leikskólakennara eiga þátt í þeirri óheillaþróun sem hefur orðið í leikskólunum. Núverandi kerfi er illa fjármagnað og ekki batnar það við sífellda skelli. Ef ráðamenn vilja sýna virðingu sína gagnvart foreldrum og starfsfólki í verki þarf að byrja á að horfast í augu við raunverulega fjárþörf leikskólanna og tryggja starfsfólki mannsæmandi starfsaðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum. Fjötrar núverandi dagvistunarkerfis Í núverandi kerfi er Reykjavík bæði kaupandi og langstærsti rekstraraðili vistunarmöguleika í borginni, sem þýðir að starfsfólk og foreldrar eru algjörlega upp á borgina komin. Mynd 1. Skipurit núverandi dagvistunarkerfis Eins og sést á mynd 1 rekur borgin og stjórnar um 80% af öllum vistunarmöguleikum í Reykjavík með beinum hætti. Í krafti þessa skipulags ræður meirihlutahópurinn í Ráðhúsinu nánast öllu um starfsemi leikskólana, ekki bara fjölda barna á hvern fermeter eða starfsmann heldur líka því viðhaldsfé sem skólarnir fá og hvernig starfsfólk á að ráða. Starfsfólk leikskólanna getur því vart borið hönd yfir höfuð sér þegar meirihlutinn í borgarstjórn tekur slæma ákvörðun né afstýrt því að sú ákvörðun leiði af sér vítahring. Mynd 2. sýnir hvernig þrjár slæmar ákvarðanir hafa leitt til þriggja vítahringa sem magna áhrif hvers annars: Vítahringir viðhaldsleysis, svikinna loforða og kröfuminni ráðninga. Mynd 2. Þrír vítahringir leikskóla borgarinnar Leikskólastjórnendur hafa lengi kvartað yfir skorti á viðhaldsfé og svo lélegs viðbragðs borgarinnar og vondra ráða til stjórnenda í mygluvanda. Raskið vegna lokana deilda eða leikskólans alls og aukin samskiptaþungi við foreldra eykur álagið á starfsfólkið sem of oft endar með flótta úr starfi eða veikindaleyfi vegna myglu eða kulnunar. Meðan starfsemi margra leikskóla er í uppnámi tilkynnir meirihlutinn í borgarstjórn reglulega að öll 12 mánaða börn í Reykjavík fái leikskólapláss innan fyrirsjáanlegs tíma. Foreldrar skipuleggja fæðingarorlof út frá því og sitja svo í súpunni vegna loforða sem ekki standast. Það eru engar upplýsingar að fá um biðlista eða stöðu hvers barns í röðinni svo foreldrar hringja í leikskólana eftir upplýsingum og oft fara heilu dagarnir hjá starfsfólki í að svara símtölunum. Þá er ómældur tími foreldranna sem fer í að finna út úr málunum. Ár hvert fer fjöldi leikskólaplássa forgörðum vegna manneklu. Því ákvað borgin að minnka kröfurnar til starfsfólks. Þá jókst álagið verulega á faglærða starfsfólkið sem þarf að sinna aukinni starfsmannaþjálfun og oft íslenskukennslu samhliða eigin vinnu. Niðurstaðan er enn meiri mannekla, færri leikskólapláss og hærri kostnaður fyrir borgina sem reynir þá að spara áfram á kostnað gæðanna sem eykur aftur á flótta faglærða úr stéttinni. Enda fátt um að velja fyrir faglærða leikskólastarfsmenn í þessu kerfi sem veikir samningsstöðu þeirra gagnvart borginni. Framtíðarsýnin snýst um að valdefla starfsfólk og foreldra Hugsanlega er eftirspurn frá foreldrum og faglærðu starfsfólki eftir smærri leikskólum með færri börnum á starfsmann, sérhæfðum leikskóla fyrir börn með sérþarfir eða jafnvel Montessori leikskóla svo dæmi sé tekið. Þar sem borgin ræður nánast öllu kerfinu er mjög erfitt fyrir faglærða að svara sjálf slíkri eftirspurn. Þessu er öfugt farið í frjálslyndu dagvistunarkerfi. Þá færir borgin valdið til fagfólksins en einbeitir sér að fjármögnun kerfisins, tryggja að starfsstaðir uppfylli allar nauðsynlegar kröfur og greiðir fjölbreytninni veginn. Þá verða fagfólk og foreldrar virkir þátttakendur í kerfinu, ekki valdalausir þiggjendur. Mynd 3. „Blómið“ dagvistunarkerfi sem byggir á frjálslyndri hugmyndafræði Mynd 3. sýnir Blómið eins og ég vil kalla það. Í stað þess að steypa alla í sama mót er reiknað með að bæði fagfólk og foreldrar hafi mismunandi þarfir og óskir. Foreldrar, starfsfólk og Reykjavíkurborg móta kerfið saman með sífelldu og gagnkvæmu samtali um úrvalið. Þá getur enginn einn aðili knésett allt kerfið með slæmri frammistöðu. Betra úrval vinnustaða styrkir samningsstöðu starfsfólks og með meira sjálfsvaldi hafa rekstraraðilar fleiri verkfæri til að lokka fagfólk til sín sem eflir gæði starfsins og trekkir að foreldra. Langtíma- og skammtímalausnir Í nýlegu Kastljósviðtali reyndi ég að útskýra Blómið í stuttu máli. Sú kerfisbreyting myndi leysa leikskólavandann til langtíma en meirihlutinn í borgarstjórn mun seint taka upp hugmyndir Sjálfstæðismanna, því miður. Til skamms tíma má byrja að fjölga valkostum en án þess þó að gefa afslátt af gæðum, eins og kanna hvort bæta megi við 5 ára bekk í einhverjum þeirra grunnskólum sem þegar hafa starfandi leikskólakennara. Í framhaldi af viðtalinu hef ég átt uppbyggileg samtöl við marga leikskólastarfsmenn sem hafa aukið verulega á þekkingu mína á þessum málum. Eitt mikilvægt sem mér var bent á er að allir núverandi leikskólakennaranemar eru þegar starfsmenn leikskólanna og mannekluvandinn flyst bara á milli bygginga. Það verður því að tryggja nýliðun í stéttinni ef annað á að virka. Nú eru samningar leikskólakennara að losna og þá kemur til umræðu hvernig kjör og starfsaðstæður leikskólakennara eiga þátt í þeirri óheillaþróun sem hefur orðið í leikskólunum. Núverandi kerfi er illa fjármagnað og ekki batnar það við sífellda skelli. Ef ráðamenn vilja sýna virðingu sína gagnvart foreldrum og starfsfólki í verki þarf að byrja á að horfast í augu við raunverulega fjárþörf leikskólanna og tryggja starfsfólki mannsæmandi starfsaðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun