Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2023 09:00 Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samgöngur Landbúnaður Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar