Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Ingibjörg Isaksen skrifar 29. apríl 2023 10:31 Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi. Ein leið til að halda áfram að stuðla að þessum vexti er að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við fjölgun ferðamanna. Til þess að svo verði þurfum við að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir, byggja upp og stækka innviði flugvallanna svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá þeirri fjárhagslegu byrði sem þessum framkvæmdum fylgir. Bygging og viðhald flugvalla krefst umtalsverðrar fjárfestingar og til þess að hægt sé að ráðast í slíkar framkvæmdir þarf að tryggja að nauðsynlega fjármuni til þess. Hóflegt gjald skilar 1,2-1,5 ma króna Í vikunni mælti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrir frumvarpi í þinginu um svokallað varaflugvallagjald. Um er að ræða mjög hóflegt gjald á hvern farþega sem getur þó skilað stjórnvöldum 1.200-1.500 milljónum kr. ár hvert ef miðað er við sex milljónir farþega. Þá benda allar spár til þess að þessar upphæðir geti orðið enn hærri þar sem farþegaspár gera ráð fyrir mun fleiri farþegum. Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem leggur engan skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er því mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum. Ég tel afar skynsamlegt að stíga þetta skref og fara í þessa gjaldtöku og tryggja með því fjármagn til þess að fara í nauðsynlega og uppsafnaða uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Forgangsraða verkefnunum, byrja þar sem skóinn kreppir og svo ef vel gengur þá verður vonandi fjármagn hugsað til frekari uppbyggingar annarra flugvalla sem þjónusta m.a. sjúkraflugi í landinu. Við þurfum, vegna öryggissjónarmiða að hafa til taks flugvelli ef loka þarf Keflavíkurflugvelli af einhverjum ástæðum líkt og reynslan sl. vetur sýndi okkur. Eins og við vitum er ferðaþjónustan mikilvægur þáttur í atvinnulífi okkar og við höfum séð verulega aukningu á fjölda ferðamanna sem heimsækja landið okkar á undanförnum árum. Þess vegna tel ég mikilvægt að umrætt varaflugvallagjald verði greidd leið í gegnum þingið. Með því getum við hvatt fleira fólk til að heimsækja landið okkar og leggja sitt af mörkum til hagkerfis okkar, á sama tíma og við getum aflað aukatekna til að styðja við framkvæmdir við flugvallarmannvirki okkar. Það er von mín að þingmenn taki höndum saman um að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við vöxt ferðaþjónustunnar og viðhalda stöðu Íslands sem áhugaverðs ferðamannastaðar og samkeppnishæfum áfangastað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi. Ein leið til að halda áfram að stuðla að þessum vexti er að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við fjölgun ferðamanna. Til þess að svo verði þurfum við að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir, byggja upp og stækka innviði flugvallanna svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá þeirri fjárhagslegu byrði sem þessum framkvæmdum fylgir. Bygging og viðhald flugvalla krefst umtalsverðrar fjárfestingar og til þess að hægt sé að ráðast í slíkar framkvæmdir þarf að tryggja að nauðsynlega fjármuni til þess. Hóflegt gjald skilar 1,2-1,5 ma króna Í vikunni mælti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrir frumvarpi í þinginu um svokallað varaflugvallagjald. Um er að ræða mjög hóflegt gjald á hvern farþega sem getur þó skilað stjórnvöldum 1.200-1.500 milljónum kr. ár hvert ef miðað er við sex milljónir farþega. Þá benda allar spár til þess að þessar upphæðir geti orðið enn hærri þar sem farþegaspár gera ráð fyrir mun fleiri farþegum. Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem leggur engan skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er því mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum. Ég tel afar skynsamlegt að stíga þetta skref og fara í þessa gjaldtöku og tryggja með því fjármagn til þess að fara í nauðsynlega og uppsafnaða uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Forgangsraða verkefnunum, byrja þar sem skóinn kreppir og svo ef vel gengur þá verður vonandi fjármagn hugsað til frekari uppbyggingar annarra flugvalla sem þjónusta m.a. sjúkraflugi í landinu. Við þurfum, vegna öryggissjónarmiða að hafa til taks flugvelli ef loka þarf Keflavíkurflugvelli af einhverjum ástæðum líkt og reynslan sl. vetur sýndi okkur. Eins og við vitum er ferðaþjónustan mikilvægur þáttur í atvinnulífi okkar og við höfum séð verulega aukningu á fjölda ferðamanna sem heimsækja landið okkar á undanförnum árum. Þess vegna tel ég mikilvægt að umrætt varaflugvallagjald verði greidd leið í gegnum þingið. Með því getum við hvatt fleira fólk til að heimsækja landið okkar og leggja sitt af mörkum til hagkerfis okkar, á sama tíma og við getum aflað aukatekna til að styðja við framkvæmdir við flugvallarmannvirki okkar. Það er von mín að þingmenn taki höndum saman um að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við vöxt ferðaþjónustunnar og viðhalda stöðu Íslands sem áhugaverðs ferðamannastaðar og samkeppnishæfum áfangastað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun