Innlent

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sonja í göngu 2

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Starfsfólk leggur niður vinnu á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er einnig verkfall hjá BSRB fólki sem starfar á frístundaheimilum.

Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja.

Krafa BSRB er sú að félagar þeirra fái sömu laun og samið hefur verið um fyrir aðra starfsmenn sem vinna sömu eða sambærileg störf og að sú launahækkun miði við 1. janúar eins og hjá öðrum, en ekki 1. apríl eins og sveitafélögin gera kröfu um í viðræðum.

Fundir hjá Ríkissáttasemjara hafa ekki skilað neinum árangri og ekki hefur verið boðað til annars fundar þar, sem stendur.


Tengdar fréttir

„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“

Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna.

Samninga­fundi slitið og stefnir í verk­föll

Samninga­fundi BSRB og Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. For­maður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verk­föll hefjast því að ó­breyttu á mánu­dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×