Innlent

Undir­rituðu yfir­lýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með yfirlýsinguna í höndunum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með yfirlýsinguna í höndunum. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu.

Leiðtogafundur Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í Reykjavík hélt áfram í morgun og mun honum ljúka síðar í dag.

Fyrir fundinum lá að samþykkja formlega gerð sérstakrar skrár vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraínu, með það að markmiði að fá það síðar bætt. Sú yfirlýsing var undirrituð í morgun.

Á fundinum verður sömuleiðis leitað leiða til að draga rússnesk stjórnvöld til ábyrgðar vegna glæpa sem framdir hafa verið í Úkraínu.

Að neðan má sjá myndband af undirrituninni.

Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirritar yfirlýsinguna.Vísir/Vilhelm

Denys Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Marija Pejcinovic Buric, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×