Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 10:44 Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað. Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð. Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira