Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Tinna Borg Arnfinnsdóttir skrifar 25. maí 2023 13:01 Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Viðreisn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun