Óttast kínverskar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:30 B-2 sprengjuvélum er reglulega flogið frá Gvam í Kyrrahafi. Sú herstöð yrði Bandaríkjamönnum mjög mikilvæg í átökum við Kína. Getty/HUM Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta. Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta.
Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18
Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56