Þunglyndi eða geðhvörf? Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:00 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar