700 hjálmar Indriði Ingi Stefánsson skrifar 6. júní 2023 07:00 Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun