700 hjálmar Indriði Ingi Stefánsson skrifar 6. júní 2023 07:00 Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar