Shakira fer úr boltanum í formúluna Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 12:29 Lewis Hamilton og Shakira sáust saman á snekkju í Miami í síðasta mánuði. Í vikunni náðist mynd af þeim borða saman kvöldverð í Madríd. Getty/Samsett Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elskhuga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami. Shakira virðist því vera endanlega búin að jafna sig á fyrrverandi eiginmanni sínum, fótboltamanninum Gerard Pique. Þau skildu á síðasta ári eftir ellefu ára samband þegar upp komst um meint framhjáhald hans. Shakira hafði þá sett sig í spor spæjara og komst að því að engin á heimilinu borðaði jarðarberjasultu sem fannst í ísskápnum. Sultan gat því aðeins verið komin frá viðhaldi Pique. Í janúar á þessu ári gaf Shakira síðan út valdeflandi lag þar sem hún fór hörðum orðum um Pique og framhjáhald hans með hinni 22 ára Clöru Chiu Marti. Hún óskaði Pique þar góðs gengis með nýju konunni en segir hann hafa gert léleg skipti, hún sjálf væri virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ söng Shakira í laginu sem er hægt að hlusta á hér fyrir ofan. Skömmu síðar sást Pique ganga um með Casio-úr og sagðist hann vera búinn að gera samstarfssamning við fyrirtækið. Casio neitaði því hins vegar. Ökuþór í stað varnatrölls En nú er allt dramað yfirstaðið og virðist Shakira vera búinn að finna sér nýjan íþróttamann. Í síðasta mánuði náðust myndir af Shakiru og Lewis Hamilton þar sem þau voru stödd á snekkju í Miami ásamt góðum félögum. Shakira horfir á Lewis Hamilton á snekkjunni í Miami.Getty Í fyrradag náðust síðan myndir af Shakiru og Hamilton borða kvöldmat saman í Madríd eftir að hann komst á pall í Spánar-kappakstrinum í borginni. Á myndinni má greinilega sjá hvernig Hamilton heldur utan um mitt Shakiru. Þá hafði hún fyrr um daginn mætt á kappakstursbrautina til að hvetja Hamilton áfram. Sir Lewis Hamilton on a friendly dinner post #SpanishGP. pic.twitter.com/35WvM3amdz— deni (@fiagirly) June 4, 2023 Einnig birtist myndband á Twitter af Shakiru skemmta sér með Hamilton á skemmtistað. Með þeim á klúbbnum voru fótboltamenn PSG, þeir Kylian Mpabbe og Neymar. Shakira with Lewis Hamilton, Mbappé, and Neymar in Barcelona last night. pic.twitter.com/ar3ztX5c8I— shakirastuff | fan account (@shakirastuff_) June 5, 2023 Æstur Cruise taldi sig finna fyrir neistum Hamilton er þó ekki eini maðurinn sem hefur haft augastað á kólumbísku söngkonunni upp á síðkastið. Söngkonan hitti bandaríska leikarann Tom Cruise á formúlunni í Miami í síðasta mánuði og að sögn slúðurmiðla vestanhafs varð Cruise bergnuminn af henni. Shakira og Tom Cruise voru bæði viðstödd formúluna í Miami í síðasta mánuði.Getty Í kjölfarið hafi Cruise sent henni blóm og reyndi ítrekað að fanga hug hennar. Hann taldi sig finna fyrir neistum á milli þeirra tveggja en tilfinningin var ekki gagnkvæm og þurfti Shakira að biðla til hans að láta sig í friði. Að sögn heimildamanns vildi Shakira ekki gera Cruise vandræðalegan en hún hefði ekki áhuga á honum og hafi aðeins verið vinaleg þegar þau hittust. Akstursíþróttir Spánn Fótbolti Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“ Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára. 26. janúar 2023 12:46 Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4. júní 2022 21:08 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Shakira virðist því vera endanlega búin að jafna sig á fyrrverandi eiginmanni sínum, fótboltamanninum Gerard Pique. Þau skildu á síðasta ári eftir ellefu ára samband þegar upp komst um meint framhjáhald hans. Shakira hafði þá sett sig í spor spæjara og komst að því að engin á heimilinu borðaði jarðarberjasultu sem fannst í ísskápnum. Sultan gat því aðeins verið komin frá viðhaldi Pique. Í janúar á þessu ári gaf Shakira síðan út valdeflandi lag þar sem hún fór hörðum orðum um Pique og framhjáhald hans með hinni 22 ára Clöru Chiu Marti. Hún óskaði Pique þar góðs gengis með nýju konunni en segir hann hafa gert léleg skipti, hún sjálf væri virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ söng Shakira í laginu sem er hægt að hlusta á hér fyrir ofan. Skömmu síðar sást Pique ganga um með Casio-úr og sagðist hann vera búinn að gera samstarfssamning við fyrirtækið. Casio neitaði því hins vegar. Ökuþór í stað varnatrölls En nú er allt dramað yfirstaðið og virðist Shakira vera búinn að finna sér nýjan íþróttamann. Í síðasta mánuði náðust myndir af Shakiru og Lewis Hamilton þar sem þau voru stödd á snekkju í Miami ásamt góðum félögum. Shakira horfir á Lewis Hamilton á snekkjunni í Miami.Getty Í fyrradag náðust síðan myndir af Shakiru og Hamilton borða kvöldmat saman í Madríd eftir að hann komst á pall í Spánar-kappakstrinum í borginni. Á myndinni má greinilega sjá hvernig Hamilton heldur utan um mitt Shakiru. Þá hafði hún fyrr um daginn mætt á kappakstursbrautina til að hvetja Hamilton áfram. Sir Lewis Hamilton on a friendly dinner post #SpanishGP. pic.twitter.com/35WvM3amdz— deni (@fiagirly) June 4, 2023 Einnig birtist myndband á Twitter af Shakiru skemmta sér með Hamilton á skemmtistað. Með þeim á klúbbnum voru fótboltamenn PSG, þeir Kylian Mpabbe og Neymar. Shakira with Lewis Hamilton, Mbappé, and Neymar in Barcelona last night. pic.twitter.com/ar3ztX5c8I— shakirastuff | fan account (@shakirastuff_) June 5, 2023 Æstur Cruise taldi sig finna fyrir neistum Hamilton er þó ekki eini maðurinn sem hefur haft augastað á kólumbísku söngkonunni upp á síðkastið. Söngkonan hitti bandaríska leikarann Tom Cruise á formúlunni í Miami í síðasta mánuði og að sögn slúðurmiðla vestanhafs varð Cruise bergnuminn af henni. Shakira og Tom Cruise voru bæði viðstödd formúluna í Miami í síðasta mánuði.Getty Í kjölfarið hafi Cruise sent henni blóm og reyndi ítrekað að fanga hug hennar. Hann taldi sig finna fyrir neistum á milli þeirra tveggja en tilfinningin var ekki gagnkvæm og þurfti Shakira að biðla til hans að láta sig í friði. Að sögn heimildamanns vildi Shakira ekki gera Cruise vandræðalegan en hún hefði ekki áhuga á honum og hafi aðeins verið vinaleg þegar þau hittust.
Akstursíþróttir Spánn Fótbolti Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“ Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára. 26. janúar 2023 12:46 Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4. júní 2022 21:08 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“ Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára. 26. janúar 2023 12:46
Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 13. janúar 2023 14:19
Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4. júní 2022 21:08