Meiri dauði hér en við Noreg Ingólfur Ásgeirsson skrifar 14. júní 2023 12:01 Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins. Tölur yfir laxadauðann í sjókvíunum er hægt að sjá á Mælaborði fiskeldis sem er birt á vefsvæði Matvælastofnunar (MAST) en tölurnar eru uppfærðar fyrir mánuðinn á undan undir lok þess næsta. Lofa betrun en svíkja alltaf Laxadauðinn sjókvíunum er hlutfallslega töluvert meiri hér en í sjókvíaeldi við Noreg, en þar þykir þó staðan óásættanleg. Norsku fyrirtækin og stjórnvöld heita á hverju ári bót og betrun en svo gerist ekki neitt.Fagráð MAST um dýravelferð fjallaði í fyrsta skipti um þetta skelfilega ástand á mánaðarlegum fundi sínum nú í vor. Löngu tímabært var að þetta málefni væri rætt þar. MAST ber beinlínis skylda til að gæta að dýravelferð. Frammistaða sjókvíeldisfyrirtækjanna í þeim efnum er grátlega vond. Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í fyrra drápust um þrjár milljónir eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Var það sorglegt met í sjókvíaeldi við Ísland, bæði í fjölda og hlutfalli af eldislaxi sem var settur í sjókvíarnar. Um það bil einn af hverjum fimm löxum þoldu ekki þann aðbúnað sem þessi ómannúðlega aðferð við matvælaframleiðslu býður eldisdýrunum upp á. Ljósmyndin sem fylgir þessari grein sýnir löndun á eldislaxi sem stráféll í sjókvíum í Dýrafirði í fyrra. Fiskarnir drápust vegna bakteríusýkinga og vetrarsára. Hver vilja leggja sér til munns matvæli sem eru framleidd með þessum hætti? Löndun á eldislaxi á Vestfjörðum. Rúmlega 800.000 eldislaxar drápust í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði í janúar og febrúar í fyrra. Athugið að þetta voru manngerðar hörmungar. Í tilkynningu frá móðurfélagi Arctic Fish til norsku kauphallarinnar kom að þennan hrikalega dauða eldisdýranna mátti meðal annars rekja til „meðhöndlunar“ á eldislaxinum. Ef bóndi á landi færi þannig með dýrin sín að þriðjungur þeirra dræpist, þá yrði hann umsvifalaust sviptur leyfi til dýrahalds og kærður til lögreglu.Veiga Grétarsdóttir Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins. Tölur yfir laxadauðann í sjókvíunum er hægt að sjá á Mælaborði fiskeldis sem er birt á vefsvæði Matvælastofnunar (MAST) en tölurnar eru uppfærðar fyrir mánuðinn á undan undir lok þess næsta. Lofa betrun en svíkja alltaf Laxadauðinn sjókvíunum er hlutfallslega töluvert meiri hér en í sjókvíaeldi við Noreg, en þar þykir þó staðan óásættanleg. Norsku fyrirtækin og stjórnvöld heita á hverju ári bót og betrun en svo gerist ekki neitt.Fagráð MAST um dýravelferð fjallaði í fyrsta skipti um þetta skelfilega ástand á mánaðarlegum fundi sínum nú í vor. Löngu tímabært var að þetta málefni væri rætt þar. MAST ber beinlínis skylda til að gæta að dýravelferð. Frammistaða sjókvíeldisfyrirtækjanna í þeim efnum er grátlega vond. Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í fyrra drápust um þrjár milljónir eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Var það sorglegt met í sjókvíaeldi við Ísland, bæði í fjölda og hlutfalli af eldislaxi sem var settur í sjókvíarnar. Um það bil einn af hverjum fimm löxum þoldu ekki þann aðbúnað sem þessi ómannúðlega aðferð við matvælaframleiðslu býður eldisdýrunum upp á. Ljósmyndin sem fylgir þessari grein sýnir löndun á eldislaxi sem stráféll í sjókvíum í Dýrafirði í fyrra. Fiskarnir drápust vegna bakteríusýkinga og vetrarsára. Hver vilja leggja sér til munns matvæli sem eru framleidd með þessum hætti? Löndun á eldislaxi á Vestfjörðum. Rúmlega 800.000 eldislaxar drápust í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði í janúar og febrúar í fyrra. Athugið að þetta voru manngerðar hörmungar. Í tilkynningu frá móðurfélagi Arctic Fish til norsku kauphallarinnar kom að þennan hrikalega dauða eldisdýranna mátti meðal annars rekja til „meðhöndlunar“ á eldislaxinum. Ef bóndi á landi færi þannig með dýrin sín að þriðjungur þeirra dræpist, þá yrði hann umsvifalaust sviptur leyfi til dýrahalds og kærður til lögreglu.Veiga Grétarsdóttir Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar