Þetta er lögreglumál Rakel Hinriksdóttir skrifar 15. júní 2023 15:10 „Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun