Lærlingurinn í Íslandsbanka Ingólfur Sverrisson skrifar 24. júní 2023 19:01 Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar