Er ADHD greining mikilvæg á fullorðinsárum? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:31 Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun