Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Lára Hrönn Hlynsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifa 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar