Strandveiðar í stuttu máli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 18. júlí 2023 11:01 Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel. Þessi staða er hvorki ný né óvænt, en gjalda ber mikinn varhug við kröfu um aukinn kvóta til strandveiða. En hvers vegna þurfum við að fara varlega þegar hin árlega krafa kemur um stærri hlut strandveiða? Ástæðurnar eru nokkrar. Undantekning frá meginreglu kerfisins Í fyrsta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið á svokölluðu aflamarkskerfi (kvótakerfi), sem grundvallast á úthlutun framseljanlegra aflaheimilda. Kerfinu var komið á til að tryggja sjálfbærni og hámörkun verðmæta úr sjávarauðlindinni. Með þeim hætti hefur tekist að tryggja myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Strandveiðar eru frávik frá þessari meginreglu og einkenni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Með strandveiðum er verið að fjölga fiskiskipum, þrátt fyrir að fiskum í sjónum sé síst að fjölga. Útgerðarkostnaður eykst, umgengni um auðlindina verður verri og slysum fjölgar. Strandveiðar eru í eðli sínu kapphlaup þeirra sem veiða um takmarkað magn af fiski. Reynsla af slíkum kerfum, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar í heiminum, er ekki góð. Landaður afli verður alltaf meiri en ákveðið hefur verið, þar sem takmörkuð stjórn er á afla hvers skips. Af þessum sökum hafa SFS talið rétt að gjalda mikinn varhug við strandveiðum og allri aukningu kvóta í þágu slíkra veiða. Sífellt stærri sneið af köku Í öðru lagi hefur hlutfall strandveiða sífellt farið hækkandi, þrátt fyrir augljósa ágalla þessara veiða. Hlutfallið var 1,8% af ráðlögðum þorskafla þegar kerfið var sett á fiskveiðiárið 2008/09. Síðustu ár hefur hlutfall strandveiða verið 3,8-3,9%. Í fyrra var svo enn bætt í og strandveiðar voru 4,5% af heildarafla þorsks og á þessu ári fóru þær í tæplega 4,8%. Strandveiðar hafa því aldrei verið hærra hlutfall af heildarafla þorsks og þær hafa þrefaldast frá því kerfinu var komið á. Tíu þúsund tonn af tæpum 209 þúsund tonnum sem heildarkvóti þorskveiða er á yfirstandandi fiskveiðiári. Í þessu samhengi má hafa í huga að ráðlagður þorskafli hefur dregist saman um 23% frá fiskveiðiárinu 2019/20, en þá var ráðlagður afli rúm 272 þúsund tonn. Það hlýtur að vera sanngirnismál, að þegar dregið er úr ráðlögðum afla þá ættu allir að sitja við sama borð, en ekki að strandveiðar fái sífellt stærri sneið af kökunni við aflasamdrátt á umliðnum árum. Af einum tekið og öðrum fært Í þriðja lagi þá felst í kröfu um aukningu kvóta til handa strandveiðum, að taka þarf kvóta frá einum til þess að auka kvóta annars. Kvóti er þá tekinn af fyrirtækjum sem í dag skapa miklar tekjur og störf um allt land, fyrirtækjum sem þegar hafa orðið fyrir verulegum búsifjum vegna mikils samdráttar í aflamarki á stuttum tíma, fólki sem treystir á störf og tekjur allt árið um kring. Það er engin sanngirni eða skynsemi í því að svipta fólk lífsbjörginni til þess eins að þjónkast þeim sem enga samstöðu sýna þegar gefur á bátinn. Því fer fjarri að allir sem stunda strandveiðar hafi sjávarútveg að aðalstarfi. Stór hluti þeirra gegnir öðrum störfum eða er kominn á aldur og lítur á veiðarnar sem spennandi áhugamál. Minni verðmæti þjóðar Í fjórða lagi verður ekki hjá því komist að nefna, að töluvert ákall er um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar. Aukning strandveiða mun síst svara því ákalli heldur þvert á móti. Afkoma þessara veiða er einfaldlega óviðunandi. Samkvæmt gögnum Hagstofu um hag veiða og vinnslu á umliðnum árum, hefur vart komið það ár þar sem strandveiðar hafa skilað viðunandi jákvæðri afkomu. Af því leiðir að þjóðin verður af verðmætum og þjóðin verður fátækari en ella. Grefur undan verðmætasköpun í landi Í fimmta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkefið einnig á samþættingu veiða og vinnslu. Þegar litið er til annarra þjóða, sem ekki hafa slíka eiginleika í sínu kerfi, má glögglega sjá hversu mikið þessi eiginleiki hefur tryggt verðmætasköpun í landvinnslu hér á landi. Fiskur er í óverulegum mæli fluttur óunninn úr landi, heldur eru úr honum gerð meiri verðmæti með frekari vinnslu hér á landi. Þetta hefur ekki aðeins tryggt meiri verðmæti fyrir þjóðarhag, heldur hefur þetta einnig tryggt trausta og góða atvinnu í fiskvinnslu allt árið. Staðreyndin er sú að afla strandveiða er að miklu leyti landað á markað og þaðan er hann að meginstefnu til fluttur óunninn úr landi. Hin mikilvæga verðmætasköpun í landi verður því takmörkuð með strandveiðum. Lífskjör verða ekki tryggð með rómantík Það er vafalaust ekki líklegt til vinsælda að gagnrýna hinn rómantíska blæ strandveiða. Það er hins vegar nauðsynlegt að halda staðreyndum til haga og minna á markmið fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þjóðarhagur verður einfaldlega ekki betri á rómantíkinni einni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel. Þessi staða er hvorki ný né óvænt, en gjalda ber mikinn varhug við kröfu um aukinn kvóta til strandveiða. En hvers vegna þurfum við að fara varlega þegar hin árlega krafa kemur um stærri hlut strandveiða? Ástæðurnar eru nokkrar. Undantekning frá meginreglu kerfisins Í fyrsta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið á svokölluðu aflamarkskerfi (kvótakerfi), sem grundvallast á úthlutun framseljanlegra aflaheimilda. Kerfinu var komið á til að tryggja sjálfbærni og hámörkun verðmæta úr sjávarauðlindinni. Með þeim hætti hefur tekist að tryggja myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Strandveiðar eru frávik frá þessari meginreglu og einkenni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Með strandveiðum er verið að fjölga fiskiskipum, þrátt fyrir að fiskum í sjónum sé síst að fjölga. Útgerðarkostnaður eykst, umgengni um auðlindina verður verri og slysum fjölgar. Strandveiðar eru í eðli sínu kapphlaup þeirra sem veiða um takmarkað magn af fiski. Reynsla af slíkum kerfum, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar í heiminum, er ekki góð. Landaður afli verður alltaf meiri en ákveðið hefur verið, þar sem takmörkuð stjórn er á afla hvers skips. Af þessum sökum hafa SFS talið rétt að gjalda mikinn varhug við strandveiðum og allri aukningu kvóta í þágu slíkra veiða. Sífellt stærri sneið af köku Í öðru lagi hefur hlutfall strandveiða sífellt farið hækkandi, þrátt fyrir augljósa ágalla þessara veiða. Hlutfallið var 1,8% af ráðlögðum þorskafla þegar kerfið var sett á fiskveiðiárið 2008/09. Síðustu ár hefur hlutfall strandveiða verið 3,8-3,9%. Í fyrra var svo enn bætt í og strandveiðar voru 4,5% af heildarafla þorsks og á þessu ári fóru þær í tæplega 4,8%. Strandveiðar hafa því aldrei verið hærra hlutfall af heildarafla þorsks og þær hafa þrefaldast frá því kerfinu var komið á. Tíu þúsund tonn af tæpum 209 þúsund tonnum sem heildarkvóti þorskveiða er á yfirstandandi fiskveiðiári. Í þessu samhengi má hafa í huga að ráðlagður þorskafli hefur dregist saman um 23% frá fiskveiðiárinu 2019/20, en þá var ráðlagður afli rúm 272 þúsund tonn. Það hlýtur að vera sanngirnismál, að þegar dregið er úr ráðlögðum afla þá ættu allir að sitja við sama borð, en ekki að strandveiðar fái sífellt stærri sneið af kökunni við aflasamdrátt á umliðnum árum. Af einum tekið og öðrum fært Í þriðja lagi þá felst í kröfu um aukningu kvóta til handa strandveiðum, að taka þarf kvóta frá einum til þess að auka kvóta annars. Kvóti er þá tekinn af fyrirtækjum sem í dag skapa miklar tekjur og störf um allt land, fyrirtækjum sem þegar hafa orðið fyrir verulegum búsifjum vegna mikils samdráttar í aflamarki á stuttum tíma, fólki sem treystir á störf og tekjur allt árið um kring. Það er engin sanngirni eða skynsemi í því að svipta fólk lífsbjörginni til þess eins að þjónkast þeim sem enga samstöðu sýna þegar gefur á bátinn. Því fer fjarri að allir sem stunda strandveiðar hafi sjávarútveg að aðalstarfi. Stór hluti þeirra gegnir öðrum störfum eða er kominn á aldur og lítur á veiðarnar sem spennandi áhugamál. Minni verðmæti þjóðar Í fjórða lagi verður ekki hjá því komist að nefna, að töluvert ákall er um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar. Aukning strandveiða mun síst svara því ákalli heldur þvert á móti. Afkoma þessara veiða er einfaldlega óviðunandi. Samkvæmt gögnum Hagstofu um hag veiða og vinnslu á umliðnum árum, hefur vart komið það ár þar sem strandveiðar hafa skilað viðunandi jákvæðri afkomu. Af því leiðir að þjóðin verður af verðmætum og þjóðin verður fátækari en ella. Grefur undan verðmætasköpun í landi Í fimmta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkefið einnig á samþættingu veiða og vinnslu. Þegar litið er til annarra þjóða, sem ekki hafa slíka eiginleika í sínu kerfi, má glögglega sjá hversu mikið þessi eiginleiki hefur tryggt verðmætasköpun í landvinnslu hér á landi. Fiskur er í óverulegum mæli fluttur óunninn úr landi, heldur eru úr honum gerð meiri verðmæti með frekari vinnslu hér á landi. Þetta hefur ekki aðeins tryggt meiri verðmæti fyrir þjóðarhag, heldur hefur þetta einnig tryggt trausta og góða atvinnu í fiskvinnslu allt árið. Staðreyndin er sú að afla strandveiða er að miklu leyti landað á markað og þaðan er hann að meginstefnu til fluttur óunninn úr landi. Hin mikilvæga verðmætasköpun í landi verður því takmörkuð með strandveiðum. Lífskjör verða ekki tryggð með rómantík Það er vafalaust ekki líklegt til vinsælda að gagnrýna hinn rómantíska blæ strandveiða. Það er hins vegar nauðsynlegt að halda staðreyndum til haga og minna á markmið fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þjóðarhagur verður einfaldlega ekki betri á rómantíkinni einni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun