Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júlí 2023 07:12 Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar