Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 10:34 Þrátt fyrir fá banaslys skorar íslenska vegakerfið ekki hátt í greiningunni. Vísir/Vilhelm Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent. Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent.
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira