Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 10:34 Þrátt fyrir fá banaslys skorar íslenska vegakerfið ekki hátt í greiningunni. Vísir/Vilhelm Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent. Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent.
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira