UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 09:30 Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun