Leikskólamál í Kópavogi Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:31 Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun