Réttur þjóðarinnar, er hann hunsaður af stjórnvöldum? Guðrún Njálsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 19:31 Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar