Réttur þjóðarinnar, er hann hunsaður af stjórnvöldum? Guðrún Njálsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 19:31 Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar