Minna áreiti í skólum Sighvatur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjanesbær Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun