Dýrustu sprengjuþoturnar í lágflugi með tilheyrandi látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 16:41 Myndin sýnir B-2 Spirit taka eldsneyti á flugi yfir Atlantshafi þann 6. september síðastliðinn. Á myndinni sést vel hin óvenjulega lögun þessa fljúgandi vængs. U.S. AIR FORCE/RACHEL MAXWELL Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu fengu að kynnast látunum sem fylgja B-2 sprengjuflugvélum eftir hádegið í dag. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins sunnudaginn 13. ágúst og hefur síðan verið við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Uppfært 18:30 - Sprengjuvélarnar voru undir stjórn flugturns Isavia þegar þeim var flogið yfir höfuðborgarsvæðið í dag og voru þær í fjórtán til sautján þúsund feta hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er almennt reynt að forðast að fljúga flugvélum sem þessum yfir höfuðborgarsvæðið en það ku hafa verið ómögulegt núna vegna anna við flugleiðsögu. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal Reykvíkinga sem heyrðu vel í drununum í dag án þess þó að sjá þoturnar. Hann greindi frá því á Facebook og fjölmargir til viðbótar deildu sömu reynslu. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, ræddi komu sprengjuflugvélanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39 Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins sunnudaginn 13. ágúst og hefur síðan verið við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Uppfært 18:30 - Sprengjuvélarnar voru undir stjórn flugturns Isavia þegar þeim var flogið yfir höfuðborgarsvæðið í dag og voru þær í fjórtán til sautján þúsund feta hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er almennt reynt að forðast að fljúga flugvélum sem þessum yfir höfuðborgarsvæðið en það ku hafa verið ómögulegt núna vegna anna við flugleiðsögu. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal Reykvíkinga sem heyrðu vel í drununum í dag án þess þó að sjá þoturnar. Hann greindi frá því á Facebook og fjölmargir til viðbótar deildu sömu reynslu. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, ræddi komu sprengjuflugvélanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.
NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39 Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39
Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46