Ekki borga óþarflega mikið fyrir húsnæðislánið þitt! Jóhannes Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 17:00 Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar