Ekki borga óþarflega mikið fyrir húsnæðislánið þitt! Jóhannes Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 17:00 Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun