Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu Jón Frímann Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:00 Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun