Amfetamín og gulu kortin Einar Magnússon skrifar 12. september 2023 12:01 Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ Tilefni bréfsins voru fréttir um að nýjasta tískulyfið í ár Elvanse sem inniheldur amfetamín væri uppselt í apótekum. Í greininni vekur Óttar athygli á mikilli aukningu ADHD greininga hjá fullorðnum sem leiði til mikillar notkunar örvandi lyfja og þá einkum amfetamínlyfja eins og Elvanse sem sé nýtt í stöðunni. Óttar hefur áhyggjur af þróuninni ekki síst stöðu fíkla sem sæki í þessi lyf og telur að stefni í óefni. Amfetamín er kemískt fíkniefni (þ.e. ónáttúrulegt efni) sem hefur verið eitt mest notaða eiturlyfið í Evrópu síðan á 7. áratug síðustu aldar. Það hefur örvandi áhrif á þann sem tekur það og slær á þreytu. Amfetamín er ólöglegt fíkniefni á Íslandi og varðar eign á efninu við lög um ávana- og fíkniefni. Amfetamín hefur hins vegar verið notað við lækningar frá því um 1935 en var fyrst framleitt árið 1887. Þegar lyfið kom fyrst á markað hér á landi var það selt án lyfseðils í apótekum enda talið hættulaust. Það reyndist þó ekki raunin. Lyfið varð fljótt mjög vinsælt enda um að ræða örvandi efni sem slær á matarlist og veldur tímabundinni vellíðan og vímu. Fólki líður gjarnan eins og það eigi auðveldara með alla rökhugsun. Raunin er hinsvegar hið þveröfuga og neyslan getur valdið dómgreindarbresti, vanlíðan, kvíða, óróleika, ranghugmyndum og jafnvel ofsóknarbrjálæði. Þegar áhrifin fara að dvína tekur við mikil þreyta og þunglyndi. Á sjötta áratug síðustu aldar voru amfetamíntöflur slegnar í nokkrum apótekum og í Lyfjaverslun ríkisins og notkun þeirra hafði aukist úr hófi sem og ýmis vandræði sem henni fylgdu. Eitthvað þurfti að gera og ákvað Ólafur Ólafsson landlæknir árið 1976 að grípa til aðgerða. Breyttar ávísunarreglur á amfetamínlyf voru teknar upp með tilkomu „gulu kortana“ svo kölluðu. Sjúklingar sem þurftu á amfetmínlyfjum að halda fengu þá afhent gult kort gefið út af landlækni þar sem skráð var heiti og magn amfetmínlyfs og annara örvandi lyfja sem heimilt var að afgreiða til viðkomandi sjúklings í apóteki á tilteknum tíma. Nefnd þriggja lækna tók ákvörðun um hverjir fengju gula kortið. Var aðallega um þrjá hópa að ræða: Fólk sem þjáðist af svefnsýki, þ.e. narkolepsi, gamalmenni sem voru farin að hrörna það mikið að ástæða þótti að hressa þau örlítið við, og svo börn sem áttu við oflæti að stríða en sá sjúkdómur flokkaðist þá undir hegðunarvandamál. Gulu kortin gátu læknar sótt um fyrir sína sjúklinga til landlæknis og fengið, ef fallist var á umsóknina, heimild til að ávísa takmörkuðu magni amfetamíns, dexamfetamíns, metamfetamíns, metýlfenidats eða pemólíns. Kortin voru almennt gefin út til þriggja mánaða í senn, í byrjun meðferðar en líka allt að a.m.k. einu ári. Fyrir tíma gulu kortana var mun auðveldara að verða sér úti um amfetamínlyf og talið að á þeim tíma hafi um 1500 Íslendinga neytt þess að staðaldri. Upptaka gulu kortana var afar árangursrík og vel heppnuð aðgerð þannig að um 1985 voru einungis um 150 Íslendingar sem neyttu amfetamínsað staðaldri samkvæmt læknisráði. Umsýsla með kortunum hjá landlækni var nokkur, álagið fór vaxandi og því voru gulu kortin lögð niður í lok aldarinnar. Frá aldamótum hefur hins vegar notkun methylfenidats sem talið hefur verið mildara en amfetamín stöðugt aukist og hvergi verið meiri en hér á landi svo vitað sé þrátt fyrir að til ýmissa aðgerða hafi verið gripið til að sporna við of- og misnotkun þess. Í vinnuhópi ráðherra sem vann að aðgerðum til að sporna við ofnotkun methylfenidats árið 2010 var m.a. skoðað hvort taka ætti aftur upp gulu kortin. Við þá skoðun kom í ljós að hjá Sjúkratryggingum væri unnið að svipaðri umsýslu vegna lyfjaskírteina og var um gulu kortin hjá landlækni. Vinnuhópurinn lagði því til að í stað þess að taka upp gul kort hjá landlæknisembættinu á nýjan leik yrði reynt að ná fram sams konar takmörkunum með nýjum vinnureglum um útgáfu lyfjaskírteina hjá sjúkratryggingum. Það hefur hins vegar ekki gengið að vonum og notkun methylfenidats stöðugt aukist og er enn hvergi meiri en hér á landi. Eins og Óttar Guðmundsson bendir á í bréfi sínu til Læknablaðsins hefur nú amfetamínlyf aftur bæst við og ekki útlit fyrir annað en að lyfjaávísunum á amfetamínlyf muni snarfjölga á komandi mánuðum og misserum. „Allir á amfetamín og hvað svo?“ Spyr Óttar. Rétt er að taka fram að örvandi lyf eins og amfetamín og methylfenidat hafa í mörgum tilvikum ef þau eru notuð á réttan hátt skilað ágætum árangri við meðhöndlun á ADHD, sérstaklega hjá börnum. Hins vegar er ljóst ef tekið er mið af mikilli notkun þeirra hér á landi borin saman við önnur lönd að mikið er um mis- og ofnotkun þessara lyfja. Þessi mis- og ofnotkun býður hættunni heim og því er nauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara. Aðgerða eins og útgáfa landlæknis á gulu kortunum sem skilaði góðum árangri við að sporna við misnotkun amfetamínlyfja á sínum tíma. Höfundur er lyfjafræðingur og fyrrverandi lyfjamálastjóri heilbrigðisráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ Tilefni bréfsins voru fréttir um að nýjasta tískulyfið í ár Elvanse sem inniheldur amfetamín væri uppselt í apótekum. Í greininni vekur Óttar athygli á mikilli aukningu ADHD greininga hjá fullorðnum sem leiði til mikillar notkunar örvandi lyfja og þá einkum amfetamínlyfja eins og Elvanse sem sé nýtt í stöðunni. Óttar hefur áhyggjur af þróuninni ekki síst stöðu fíkla sem sæki í þessi lyf og telur að stefni í óefni. Amfetamín er kemískt fíkniefni (þ.e. ónáttúrulegt efni) sem hefur verið eitt mest notaða eiturlyfið í Evrópu síðan á 7. áratug síðustu aldar. Það hefur örvandi áhrif á þann sem tekur það og slær á þreytu. Amfetamín er ólöglegt fíkniefni á Íslandi og varðar eign á efninu við lög um ávana- og fíkniefni. Amfetamín hefur hins vegar verið notað við lækningar frá því um 1935 en var fyrst framleitt árið 1887. Þegar lyfið kom fyrst á markað hér á landi var það selt án lyfseðils í apótekum enda talið hættulaust. Það reyndist þó ekki raunin. Lyfið varð fljótt mjög vinsælt enda um að ræða örvandi efni sem slær á matarlist og veldur tímabundinni vellíðan og vímu. Fólki líður gjarnan eins og það eigi auðveldara með alla rökhugsun. Raunin er hinsvegar hið þveröfuga og neyslan getur valdið dómgreindarbresti, vanlíðan, kvíða, óróleika, ranghugmyndum og jafnvel ofsóknarbrjálæði. Þegar áhrifin fara að dvína tekur við mikil þreyta og þunglyndi. Á sjötta áratug síðustu aldar voru amfetamíntöflur slegnar í nokkrum apótekum og í Lyfjaverslun ríkisins og notkun þeirra hafði aukist úr hófi sem og ýmis vandræði sem henni fylgdu. Eitthvað þurfti að gera og ákvað Ólafur Ólafsson landlæknir árið 1976 að grípa til aðgerða. Breyttar ávísunarreglur á amfetamínlyf voru teknar upp með tilkomu „gulu kortana“ svo kölluðu. Sjúklingar sem þurftu á amfetmínlyfjum að halda fengu þá afhent gult kort gefið út af landlækni þar sem skráð var heiti og magn amfetmínlyfs og annara örvandi lyfja sem heimilt var að afgreiða til viðkomandi sjúklings í apóteki á tilteknum tíma. Nefnd þriggja lækna tók ákvörðun um hverjir fengju gula kortið. Var aðallega um þrjá hópa að ræða: Fólk sem þjáðist af svefnsýki, þ.e. narkolepsi, gamalmenni sem voru farin að hrörna það mikið að ástæða þótti að hressa þau örlítið við, og svo börn sem áttu við oflæti að stríða en sá sjúkdómur flokkaðist þá undir hegðunarvandamál. Gulu kortin gátu læknar sótt um fyrir sína sjúklinga til landlæknis og fengið, ef fallist var á umsóknina, heimild til að ávísa takmörkuðu magni amfetamíns, dexamfetamíns, metamfetamíns, metýlfenidats eða pemólíns. Kortin voru almennt gefin út til þriggja mánaða í senn, í byrjun meðferðar en líka allt að a.m.k. einu ári. Fyrir tíma gulu kortana var mun auðveldara að verða sér úti um amfetamínlyf og talið að á þeim tíma hafi um 1500 Íslendinga neytt þess að staðaldri. Upptaka gulu kortana var afar árangursrík og vel heppnuð aðgerð þannig að um 1985 voru einungis um 150 Íslendingar sem neyttu amfetamínsað staðaldri samkvæmt læknisráði. Umsýsla með kortunum hjá landlækni var nokkur, álagið fór vaxandi og því voru gulu kortin lögð niður í lok aldarinnar. Frá aldamótum hefur hins vegar notkun methylfenidats sem talið hefur verið mildara en amfetamín stöðugt aukist og hvergi verið meiri en hér á landi svo vitað sé þrátt fyrir að til ýmissa aðgerða hafi verið gripið til að sporna við of- og misnotkun þess. Í vinnuhópi ráðherra sem vann að aðgerðum til að sporna við ofnotkun methylfenidats árið 2010 var m.a. skoðað hvort taka ætti aftur upp gulu kortin. Við þá skoðun kom í ljós að hjá Sjúkratryggingum væri unnið að svipaðri umsýslu vegna lyfjaskírteina og var um gulu kortin hjá landlækni. Vinnuhópurinn lagði því til að í stað þess að taka upp gul kort hjá landlæknisembættinu á nýjan leik yrði reynt að ná fram sams konar takmörkunum með nýjum vinnureglum um útgáfu lyfjaskírteina hjá sjúkratryggingum. Það hefur hins vegar ekki gengið að vonum og notkun methylfenidats stöðugt aukist og er enn hvergi meiri en hér á landi. Eins og Óttar Guðmundsson bendir á í bréfi sínu til Læknablaðsins hefur nú amfetamínlyf aftur bæst við og ekki útlit fyrir annað en að lyfjaávísunum á amfetamínlyf muni snarfjölga á komandi mánuðum og misserum. „Allir á amfetamín og hvað svo?“ Spyr Óttar. Rétt er að taka fram að örvandi lyf eins og amfetamín og methylfenidat hafa í mörgum tilvikum ef þau eru notuð á réttan hátt skilað ágætum árangri við meðhöndlun á ADHD, sérstaklega hjá börnum. Hins vegar er ljóst ef tekið er mið af mikilli notkun þeirra hér á landi borin saman við önnur lönd að mikið er um mis- og ofnotkun þessara lyfja. Þessi mis- og ofnotkun býður hættunni heim og því er nauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara. Aðgerða eins og útgáfa landlæknis á gulu kortunum sem skilaði góðum árangri við að sporna við misnotkun amfetamínlyfja á sínum tíma. Höfundur er lyfjafræðingur og fyrrverandi lyfjamálastjóri heilbrigðisráðuneytisins.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar