Innlent

Flytja hópinn til Jór­daníu og flogið þaðan til Ís­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að vél Icelandair yrði tekin á keigu til að sækja íslenska hópinn til Tel Avív í Ísrael vegna ófremdarástandsins.
Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að vél Icelandair yrði tekin á keigu til að sækja íslenska hópinn til Tel Avív í Ísrael vegna ófremdarástandsins. Vísir/Vilhelm

Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld.

Þetta staðfestir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við fréttastofu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að taka flugvél Icelandair á leigu til að sækja íslenska hópinn til Tel Avív vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir í Ísrael og Palestínu.

Ægir Þór segir að ákvörðunin að sækja hópinn ekki til Tel Avív byggi á nýju öryggismati og því hafi verið ákveðið að flytja íslenska hópinn frá Jerúsalem að landamærum Ísraels og Jórdaníu og svo flytja hann á alþjóðaflugvöllinn í Amman. Upphaflega stóð til að vélin færi frá Tel Avív klukkan 9:10 í dag.


Tengdar fréttir

Vinna að því að koma Íslendingunum heim

Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×