Hver læknar sárin? Selma Hafsteinsdóttir skrifar 20. október 2023 14:57 Líffræðileg börn sem alast upp með ástríkum foreldrum frá fæðingu v.s. Ættleidd börn sem eru ættleidd til ástríkra foreldra v.s. Ættleidd börn sem eru ættleidd til ástríkra foreldra -Aldur: 0ára (ættleidd börn 2 ára og eldra) -Foreldrar fá skimun fyrir fæðingarþunglyndi og ungbarnaeftirlit (foreldrar ættleiddra barna fá enga skimun og það er ekkert ungbarnaeftirlit, en það er mikil þörf fyrir að grípa þessar fjölskyldur þar sem ættleiðingarþunglyndi er 40% algengara en fæðingarþunglyndi) -Svefnlausar nætur vegna tanntöku, veikindaeða þroskastigs barnsins. Foreldrar geta huggað og hugsað um barnið á nóttunni. (ættleidd börn fengu ekki huggun á næturna þegar þau bjuggu á barnaheimilum, enginn huggaði þau við tanntöku eða við veikindi og óróleika. Svefnlausar nætur eftir heimkomu eru yfirletitt vegna þess að barnið er hrætt, óöruggt, þekkir ekki það að hafa fólk til staðar fyrir sig, night terror, martraðir, kvíði) -Foreldrar og barnið eru að kynnast eðlilega (Foreldrar og ættleidd börn kynnast á meðan barnið er stálpað, talar ekki sama tungumál og barnið er í áfalli) -Barn upplifir nánd og öryggi (ætleitt barn hefur ekki upplifað nánd og öryggi, foreldrarnir byrja strax að kenna þeim nánd og öryggi og vinna í að kenna þeim að tengjast) -Barnið vex og dafnar í faðmi fjölskyldunnar (Ættleitt börn eru minni og léttari vegna næringarskorts og vanrækslu og hafa ekki fengið að tengjast fullorðnum á eðlilegan hátt) -Barnið lærir tungumálið sitt (ættleitt barn þarf að læra nýtt tungumál og foreldrarnir skilja ekki “gamla” tungumálið) -Barnið fær eðlilegar taugatengingar í heilanum (ættleitt barn er alls ekki með eðlilegar taugatengingar í heila vegna vanrækslu. Þau eru í streitu ástandi, föst í fight-flight-fawn mode og það eru eyður í heilanum þeirra. Það þarf að byggja upp þessar tengingar sem tekur mikla vinnu og langan tíma og m.a. hjálpa þeim að vinda af streitu ástandinu) -Barnið er orðið 2 ára, er í leikskóla og gengur vel. (Ættleidda barnið er 2 ára og er loksins ættleitt til frábærra foreldra. Með því er barnið rifið úr því öryggi sem það þekkir og sett í ókunnugar aðstæður þar sem foreldrarnir tala ekki einu sinni sama tungumál og skilja ekki barnið. Allt er nýtt fyrir því, lyktin, umhverfið, fólkið, fötin, maturinn, heimilið, meir að segja tannburstinn. Barnið þekkir bara stífan ramma barnaheimilisins. Sum börn hafa t.d. aldrei verið nálægt karlmanni.) -Barnið er 3 ára og er í leikskóla barnið er forvitið og kannar heiminn. (Foreldrar ættleiddra barna setja barnið sitt í leikskóla, það er umhverfi alveg eins og barnaheimili. Það er trigger fyrir börnin okkar. Foreldrar byrja strax að berjast fyrir þjónustu, stuðningi og skilningi fyrir barnið sitt. Engin sérstakur stuðningur er í boði fyrir ættleidd börn þegar þau byrja í leikskóla og oft eru þau í engum sérstökum forgangi. Talað er um að þau þurfi greiningu til að fá stuðninginn. Að fá greiningu tekur tíma en við viljum að börnin okkar séu gripin strax til að byggja þau upp eftir vanrækslu og áföll í æsku. Börnin fá ekki íslenskukennslu en eru samt tvítyngd þegar þau koma til landsins. Ættleiddu börnin eru ekki forvitin að kanna heiminn, þau eru oft að leika sér “einhverfulega” einhæfa leiki, fela sig bak við bók, gera alltaf það sama til að finna öryggið. Þau eru í streituástandi að reyna að lifa leikskóladaginn af.) -Barnið er í leikskóla og vinur barnsins kveður og fer í annan leikskóla. Barnið getur verið leitt að missa vin sinn en er fljótt að jafna sig á því. (Ættleidda barnið getur upplifað mikinn ótta þar sem það bjó á barnaheimili og þá kom stundum fólk í “heimsókn” og tóku barn með sér og það kom aldrei aftur á barnaheimilið. Þegar barn eða starfsmaður hættir á deild sem ættleidda barnið er á, þá þarf að undirbúa það vel og styðja vel við ættleidda barnið.) -Barnið er komið í grunnskóla, spennandi tímar. (Ættleidda barnið er komið í grunnskóla og þá þurfa foreldrar að byrja upp á nýtt til þess að fá skilning, stuðning og þá þjónustu sem barnið þarf til að finna til öryggis og vegna vel í skólanum. Aftur er barnið á nýrri stofnun sem er grunnskóli, það er líka eins og barnaheimili bara með eldri börnum. Barnið er kannski komið með greiningu en einkenni tengslaröskunar svipa mjög til ADHD og einhverfu og það er töluvert algengt að börnin okkar séu ranglega greind með ADHD og einhverfu en kannski er það tengslaröskunin sem um að ræðir. Barnið kann ekki almennilega félagsfærni enda er barnið “forritað” þannig að það er bara að reyna að lifa af. Þess vegna eru börnin flest með hegðunarvanda og flest eiga erfitt með félagsfærni. Ef barnið er í streituástandi sem það nú oftast er þar sem líkami þess er “forritaður” þannig eftir áföllin í æsku, þá á það erfiðara með að tengjast rökhugsuninni og læra. Allt aðgengi að framheilanum (þar sem rökhugsunin á sér stað) er erfiðara þegar barnið er st0ðugt í ótta. Ættleiddu börnin þurfa fyrst og fremst að upplifa öryggi og fá ró í taugakerfið til þess að geta lært. Skólinn verður að grípa þau strax og gefa þeim þetta öryggi og stuðning.) Reynslusaga móður sem á tvö börn í grunnskóla. Annað barnið fékk hjálp og stuðning strax í grunnskóla en eldra barnið ekki og munurinn á velferð þeirra er svakalegur. Ég á tvö börn sem bæði voru á barnaheimili fyrstu ár lífsins. Annað er orðið stálpaður unglingur í dag, hitt er á miðdeild í grunnskóla. Bæði börnin eru með mjög svipuð einkenni, en það yngra hefur beitt ofbeldi í skóla (og heima líka) meðan það eldra hefur aldrei beitt ofbeldi í skóla (bara heima). Heilaþroski þeirra beggja er aðeins eftir á því enginn hélt á þeim eða elskaði þau fyrstu ár þeirra á barnaheiminu og þá mynduðust ekki þessar nauðsynlegu tengingar í heila þeirra. Þau lærðu hins vegar að bjarga sér með sjarma og hnyttnum tilsvörum, sem ruglar umönnunaraðila verulega mikið og allt lítur svo vel út á við. Stóri munurinn á þeim tveim er það að yngra barnið fékkr aðstoð strax í skóla (þar sem barnið var að meiða kennara og þá var gripið inn í um leið). Auðvitað spilar inn í að þekking á áföllum og afleiðingum þeirra fer hratt vaxandi, en aðallega sýnist mér munurinn felast í hvar barnið sýnir ofbeldishegðun. Eldra barnið fékk ekki þessa aðstoð í skólanum þar sem barnið sýndi ekki ofbeldishegðun í skólanum, var sjarmerandi og alltaf í “lifa af” ástandinu með sjarma sínum. Í lok tíunda bekkjar fékk ég loksins í gegn endurmat á greiningu og þá kom í ljós að barnið er á mörkum þess að vera með greindarskerðingu. Það er hins vegar, eins og svo mörg börn af barnaheimilum, svo gríðarlega street wise, klárt í að spjara sig í samskiptum við fullorðna. En það að vera á mörkum greindarskerðingar sýnir að það hefði aldrei getað lokið grunnskóla án aðstoðar heils teymis sem hélt utan um það. Rannsóknir sýna að vitsmunagreind tengsla raskaðra barna er oft lægri en jafnaldra þeirra, því heilinn þeirra þarf lengri tíma til að þroskast. Taugatengingar í heilanum sem áttu að myndast í frumbernsku eru einfaldlega ekki til staðar vegna þess að hlýjuna og ástina skorti. Þannig getur 12 ára barn verið með þroska 8 ára barns þar sem verið er að bera ættleidda barnið saman við jafnaldra sína í árum talið. Ef barnið síðan elst upp við skilning og hlýju í umhverfi þess, þá getur barnið náð jafnöldrum sínum á nokkrum árum þegar heilinn hefur fengið tíma til að þroskast í miklu öryggi og góðum tengslum. En til þess að þetta gerist, þurfa ALLIR sem að uppeldi barnsins koma að taka saman höndum og hjálpa barninu að finna til öryggis. Það er ekki hægt að skamma barn út úr ótta og börn sem hafa verið vanrækt finna oft til svo mikils djúpstæðs ótta, alltaf. Yngra barnið mitt er að fá gríðarlega mikla aðstoð og tekur núna stór stökk fram á við. Það mætir skilningi á uppruna sínum og áherslan er lögð á að það finni fyrir öryggi í umhverfi sínu. Sú umönnun og sá skilningur er heldur betur að skila sér. En hvað eldra barnið varðar, snýst málið núna hreinlega um að halda lífinu í því. Við reynum með öllum ráðum að halda því eins langt frá eiturlyfjum, og leiðum til að fjármagna þá neyslu, og mögulegt er sem er ekkert einfalt þegar barnið sjálft hefur ekki vitsmunaþroska til að skilja hættuna sem það er í. Út á við sýnir barnið húmor, hnyttin tilsvör og kurteisi, þannig við mætum í sífellu skilningsleysi frá kerfinu og umhverfinu. Þá verður baráttan svo mikið erfiðari. En þetta er barátta sem snýst um líf barnsins míns. Bókstaflega. Höfundur er móðir ættleidds barns, í stjórn Íslenskrar ættleiðingar, og heldur úti hlaðvarpinu Allt um ættleiðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Líffræðileg börn sem alast upp með ástríkum foreldrum frá fæðingu v.s. Ættleidd börn sem eru ættleidd til ástríkra foreldra v.s. Ættleidd börn sem eru ættleidd til ástríkra foreldra -Aldur: 0ára (ættleidd börn 2 ára og eldra) -Foreldrar fá skimun fyrir fæðingarþunglyndi og ungbarnaeftirlit (foreldrar ættleiddra barna fá enga skimun og það er ekkert ungbarnaeftirlit, en það er mikil þörf fyrir að grípa þessar fjölskyldur þar sem ættleiðingarþunglyndi er 40% algengara en fæðingarþunglyndi) -Svefnlausar nætur vegna tanntöku, veikindaeða þroskastigs barnsins. Foreldrar geta huggað og hugsað um barnið á nóttunni. (ættleidd börn fengu ekki huggun á næturna þegar þau bjuggu á barnaheimilum, enginn huggaði þau við tanntöku eða við veikindi og óróleika. Svefnlausar nætur eftir heimkomu eru yfirletitt vegna þess að barnið er hrætt, óöruggt, þekkir ekki það að hafa fólk til staðar fyrir sig, night terror, martraðir, kvíði) -Foreldrar og barnið eru að kynnast eðlilega (Foreldrar og ættleidd börn kynnast á meðan barnið er stálpað, talar ekki sama tungumál og barnið er í áfalli) -Barn upplifir nánd og öryggi (ætleitt barn hefur ekki upplifað nánd og öryggi, foreldrarnir byrja strax að kenna þeim nánd og öryggi og vinna í að kenna þeim að tengjast) -Barnið vex og dafnar í faðmi fjölskyldunnar (Ættleitt börn eru minni og léttari vegna næringarskorts og vanrækslu og hafa ekki fengið að tengjast fullorðnum á eðlilegan hátt) -Barnið lærir tungumálið sitt (ættleitt barn þarf að læra nýtt tungumál og foreldrarnir skilja ekki “gamla” tungumálið) -Barnið fær eðlilegar taugatengingar í heilanum (ættleitt barn er alls ekki með eðlilegar taugatengingar í heila vegna vanrækslu. Þau eru í streitu ástandi, föst í fight-flight-fawn mode og það eru eyður í heilanum þeirra. Það þarf að byggja upp þessar tengingar sem tekur mikla vinnu og langan tíma og m.a. hjálpa þeim að vinda af streitu ástandinu) -Barnið er orðið 2 ára, er í leikskóla og gengur vel. (Ættleidda barnið er 2 ára og er loksins ættleitt til frábærra foreldra. Með því er barnið rifið úr því öryggi sem það þekkir og sett í ókunnugar aðstæður þar sem foreldrarnir tala ekki einu sinni sama tungumál og skilja ekki barnið. Allt er nýtt fyrir því, lyktin, umhverfið, fólkið, fötin, maturinn, heimilið, meir að segja tannburstinn. Barnið þekkir bara stífan ramma barnaheimilisins. Sum börn hafa t.d. aldrei verið nálægt karlmanni.) -Barnið er 3 ára og er í leikskóla barnið er forvitið og kannar heiminn. (Foreldrar ættleiddra barna setja barnið sitt í leikskóla, það er umhverfi alveg eins og barnaheimili. Það er trigger fyrir börnin okkar. Foreldrar byrja strax að berjast fyrir þjónustu, stuðningi og skilningi fyrir barnið sitt. Engin sérstakur stuðningur er í boði fyrir ættleidd börn þegar þau byrja í leikskóla og oft eru þau í engum sérstökum forgangi. Talað er um að þau þurfi greiningu til að fá stuðninginn. Að fá greiningu tekur tíma en við viljum að börnin okkar séu gripin strax til að byggja þau upp eftir vanrækslu og áföll í æsku. Börnin fá ekki íslenskukennslu en eru samt tvítyngd þegar þau koma til landsins. Ættleiddu börnin eru ekki forvitin að kanna heiminn, þau eru oft að leika sér “einhverfulega” einhæfa leiki, fela sig bak við bók, gera alltaf það sama til að finna öryggið. Þau eru í streituástandi að reyna að lifa leikskóladaginn af.) -Barnið er í leikskóla og vinur barnsins kveður og fer í annan leikskóla. Barnið getur verið leitt að missa vin sinn en er fljótt að jafna sig á því. (Ættleidda barnið getur upplifað mikinn ótta þar sem það bjó á barnaheimili og þá kom stundum fólk í “heimsókn” og tóku barn með sér og það kom aldrei aftur á barnaheimilið. Þegar barn eða starfsmaður hættir á deild sem ættleidda barnið er á, þá þarf að undirbúa það vel og styðja vel við ættleidda barnið.) -Barnið er komið í grunnskóla, spennandi tímar. (Ættleidda barnið er komið í grunnskóla og þá þurfa foreldrar að byrja upp á nýtt til þess að fá skilning, stuðning og þá þjónustu sem barnið þarf til að finna til öryggis og vegna vel í skólanum. Aftur er barnið á nýrri stofnun sem er grunnskóli, það er líka eins og barnaheimili bara með eldri börnum. Barnið er kannski komið með greiningu en einkenni tengslaröskunar svipa mjög til ADHD og einhverfu og það er töluvert algengt að börnin okkar séu ranglega greind með ADHD og einhverfu en kannski er það tengslaröskunin sem um að ræðir. Barnið kann ekki almennilega félagsfærni enda er barnið “forritað” þannig að það er bara að reyna að lifa af. Þess vegna eru börnin flest með hegðunarvanda og flest eiga erfitt með félagsfærni. Ef barnið er í streituástandi sem það nú oftast er þar sem líkami þess er “forritaður” þannig eftir áföllin í æsku, þá á það erfiðara með að tengjast rökhugsuninni og læra. Allt aðgengi að framheilanum (þar sem rökhugsunin á sér stað) er erfiðara þegar barnið er st0ðugt í ótta. Ættleiddu börnin þurfa fyrst og fremst að upplifa öryggi og fá ró í taugakerfið til þess að geta lært. Skólinn verður að grípa þau strax og gefa þeim þetta öryggi og stuðning.) Reynslusaga móður sem á tvö börn í grunnskóla. Annað barnið fékk hjálp og stuðning strax í grunnskóla en eldra barnið ekki og munurinn á velferð þeirra er svakalegur. Ég á tvö börn sem bæði voru á barnaheimili fyrstu ár lífsins. Annað er orðið stálpaður unglingur í dag, hitt er á miðdeild í grunnskóla. Bæði börnin eru með mjög svipuð einkenni, en það yngra hefur beitt ofbeldi í skóla (og heima líka) meðan það eldra hefur aldrei beitt ofbeldi í skóla (bara heima). Heilaþroski þeirra beggja er aðeins eftir á því enginn hélt á þeim eða elskaði þau fyrstu ár þeirra á barnaheiminu og þá mynduðust ekki þessar nauðsynlegu tengingar í heila þeirra. Þau lærðu hins vegar að bjarga sér með sjarma og hnyttnum tilsvörum, sem ruglar umönnunaraðila verulega mikið og allt lítur svo vel út á við. Stóri munurinn á þeim tveim er það að yngra barnið fékkr aðstoð strax í skóla (þar sem barnið var að meiða kennara og þá var gripið inn í um leið). Auðvitað spilar inn í að þekking á áföllum og afleiðingum þeirra fer hratt vaxandi, en aðallega sýnist mér munurinn felast í hvar barnið sýnir ofbeldishegðun. Eldra barnið fékk ekki þessa aðstoð í skólanum þar sem barnið sýndi ekki ofbeldishegðun í skólanum, var sjarmerandi og alltaf í “lifa af” ástandinu með sjarma sínum. Í lok tíunda bekkjar fékk ég loksins í gegn endurmat á greiningu og þá kom í ljós að barnið er á mörkum þess að vera með greindarskerðingu. Það er hins vegar, eins og svo mörg börn af barnaheimilum, svo gríðarlega street wise, klárt í að spjara sig í samskiptum við fullorðna. En það að vera á mörkum greindarskerðingar sýnir að það hefði aldrei getað lokið grunnskóla án aðstoðar heils teymis sem hélt utan um það. Rannsóknir sýna að vitsmunagreind tengsla raskaðra barna er oft lægri en jafnaldra þeirra, því heilinn þeirra þarf lengri tíma til að þroskast. Taugatengingar í heilanum sem áttu að myndast í frumbernsku eru einfaldlega ekki til staðar vegna þess að hlýjuna og ástina skorti. Þannig getur 12 ára barn verið með þroska 8 ára barns þar sem verið er að bera ættleidda barnið saman við jafnaldra sína í árum talið. Ef barnið síðan elst upp við skilning og hlýju í umhverfi þess, þá getur barnið náð jafnöldrum sínum á nokkrum árum þegar heilinn hefur fengið tíma til að þroskast í miklu öryggi og góðum tengslum. En til þess að þetta gerist, þurfa ALLIR sem að uppeldi barnsins koma að taka saman höndum og hjálpa barninu að finna til öryggis. Það er ekki hægt að skamma barn út úr ótta og börn sem hafa verið vanrækt finna oft til svo mikils djúpstæðs ótta, alltaf. Yngra barnið mitt er að fá gríðarlega mikla aðstoð og tekur núna stór stökk fram á við. Það mætir skilningi á uppruna sínum og áherslan er lögð á að það finni fyrir öryggi í umhverfi sínu. Sú umönnun og sá skilningur er heldur betur að skila sér. En hvað eldra barnið varðar, snýst málið núna hreinlega um að halda lífinu í því. Við reynum með öllum ráðum að halda því eins langt frá eiturlyfjum, og leiðum til að fjármagna þá neyslu, og mögulegt er sem er ekkert einfalt þegar barnið sjálft hefur ekki vitsmunaþroska til að skilja hættuna sem það er í. Út á við sýnir barnið húmor, hnyttin tilsvör og kurteisi, þannig við mætum í sífellu skilningsleysi frá kerfinu og umhverfinu. Þá verður baráttan svo mikið erfiðari. En þetta er barátta sem snýst um líf barnsins míns. Bókstaflega. Höfundur er móðir ættleidds barns, í stjórn Íslenskrar ættleiðingar, og heldur úti hlaðvarpinu Allt um ættleiðingar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun