Við þurfum öfluga bændur! Friðrik Sigurðsson skrifar 25. október 2023 14:31 Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Byggðamál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun