Hryllingssögur um ofsóknir á hinsegin fólki Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 08:01 Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun