Hryllingssögur um ofsóknir á hinsegin fólki Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 08:01 Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun