Með frumvarpinu er heimilt að ráðast í gerð verndargarða í kringum orkuverið á Svartsengi. Leggst nú 0,0008 prósenta skattur á allt húsnæði í landinu til næstu þriggja ára.
„Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis í gær.
Af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir greiðast 4.800 krónur á ári sem dæmi. Fréttastofa fjallaði ítarlega um tímabundnu skattahækkunina fyrr í dag.