Enginn hundur skilinn eftir Guðfinna Kristinsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:30 Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Dýr Grindavík Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar