Hver á að borga brúsann? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:31 Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun