Að eignast fyrirbura Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun