Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 11:55 Frá Surtseyjargosinu. Það hófst í nóvember árið 1963, fyrir sextíu árum. Eldgosinu lauk árið 1967. Sigurjón Einarsson flugmaður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt. Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli. Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur: Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason „Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“ Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Almannavarnir Surtsey Tengdar fréttir Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt. Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli. Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur: Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason „Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“ Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Almannavarnir Surtsey Tengdar fréttir Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. 19. apríl 2022 21:10
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47