Ljósin eru að slökkna Ágúst Ásgrímsson skrifar 25. nóvember 2023 16:00 Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. Byggðum við nýtt hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, jukum framleiðsluna vel yfir meðal bústærð með mikilli vinnuhagræðingu. Helmingi meiri mjólkurframleiðsla nú en áður og jafnvel styttri tími í fjósverkin. Þetta virtist stefna í eintóma hamingju. Við hjónin skilum hvort um sig að meðaltali 12 tímum í vinnu flesta daga ársins. Fyrir það á búið að greiða okkur í laun hvoru um sig um 360.000 í föst mánaðarlaun en þeir peningar eru ekki til staðar núna. Höfum við unnið nánast kauplaust í eitt og hálft ár. Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar. Einhverjir verða að mjólka en maður spyr sig! hvenær fær maður nóg??? Á maður bara að hætta, selja eignir, borga skuldir og búa á jörðinni skuldlausri með tærnar upp í loft og horfa á sólina setjast. Enginn getur keypt svona jörð og rekið nema hann eigi 150 milljónir í vasanum og taki við skuldum uppá 200 milljónir og verður reksturinn samt í járnum. Enginn meðal maður getur fjárfest í kúabúi. Enginn nýliðun verður og meðalaldur bænda nálgast 60 ár. Bændur eldast og slíta sér endanlega út á meðan þeir sitja fastir á sínum búum og hafa ekki fjárráð á vinnumanni sér til aðstoðar. Eftir 7 ár fer ég að fá peninga inn á reikninginn eins og flestir sem komast á aldur, u.þ.b. 200.000 krónur. Eftirlaunagreiðslan verður líklega hæstu laun sem ég hef lengi verið á. Í tæp tvö ár hefur vaxtakostnaður verið að sliga þá bændur sem fóru í fjárfestingar í kringum 2014 til dagsins í dag. Helstu aðföng til mjólkurframleiðslu hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Áburður hefur hækkað um 140% . fóðurblanda um 40% og olía um 70%. Á sama tíma hefur verðlagsnefnd búvara hækkað mjólkurverð til bænda um ca. 25% frá 1. júní 2020. 2004 voru niðurgreiðslur á búvörum 45%, árið 2023 eru þær 20%. Þetta reikningsdæmi er hætt að ganga upp. Kostnaður eykst og niðurgreiðslur frá ríki hafa stórlega lækkað. Þetta er ákall bóndans um skilning og hjálp! Kúabændum er að fækka, ljósin eru að slökkna í fjósunum og verða ekki kveikt aftur. Höfundur er kúabóndi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun