Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni Ásdís Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 12:00 Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar