Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 12:24 Sigurður Örn er formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent