Ríkið verði að sýna á spilin Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2023 16:20 Merkilega vel fór á með þeim Finnbirni hjá ASÍ og Sigríði Margréti hjá SA. En þau voru vitaskuld ekki sammála um hvaðeina. vísir/vilhelm Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. Merkilegur samhljómar var milli þeirra tveggja og bæði vörðust þau fimlega beinskeyttum spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns, en helst var á Heimi að skilja að hann vildi klára samningaviðræðurnar í þættinum. Hér verður skautað yfir það helsta. Fram kom að mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað hjá bæði SA og ASÍ. Tugir funda en það sem þau Finnbjörn og Sigríður Margrét voru fullkomlega sammála um, það sem öllu máli skipti núna, var að halda bæri kaupmætti um leið og barist yrði gegn verðbólgutíð og himin háum vöxtum. „Við höfum sagt að það skipti öllu máli þegar verkefni af þessari stærðargráðu er annars vegar,“ sagði Sigríður Margrét. Segir ríkið annað í orði en á borði Heimir Már taldi einsýnt að enginn vildi verðbólgu. En Seðlabankinn og fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi óneitanlega ýft fjaðrirnar á verkalýðsforystunni með tali sínu um hóflegar launahækkanir? Er verkalýðshreyfingin að gangast inn á þetta, með það fyrir augum að semja upp á nánast engar launahækkanir? Finnbjörn sagði það augljóst að verðbólga bitni meira á launafólki en fyrirtækjum. „Við þurfum að taka alla verðbólguna á okkur sjálf. Við þekkjum þessa tíma, þegar verðbólgan var há og við viljum ekki að neinn þurfi að lifa við það. En ég get að stórum hluta tekið undir með Sigríði, þetta er verkefni allra. Og þá verða allir að standa við það sem þeir segja á tyllidögum. Við finnum ekki enn þennan samhljóm.“ Í þessari samantekt er hlaupið yfir það helsta sem þau Finnbjörn og Sigríður Margrét sögðu en til að fá greinarbetri mynd af samtali þeirra tveggja er hægt að sjá hvað fór þeim á milli hér neðar. Heimir Már benti á að Reykjavíkurborg hafi lýst yfir vilja til að draga úr gjaldskrárhækkunum ef á borðinu lægi skynsamlegur samningur. En þetta er óneitanlega erfiður tími, önnur umræða fjárlaga að fara af stað. Þar eru gjaldskrárhækkanir á borðinu, tíminn er ekki að vinna með ykkur, Sigríður? „Það er jákvætt að það sé skilningur á meginniðurstöðu; mjög jákvætt og skýr skilaboð bæði frá ríki og sveitarfélögum að þær muni ekki láta sínar gjaldskrárhækkanir raska stöðugleika. En þetta þarf að hanga saman við að við séum að ganga frá kjarasamningum til lengri tíma sem eru ekki verðbólguhvetjandi,“ sagði Sigríður Margrét. Ríki og sveit verði að sýna ábyrgð Heimir Már spurði þá gallvaskur: Getið þið ekki bara hespað þessu af fyrir jól? Finnbjörn sagði að þetta væri margslungnara en svo. Á Íslandi er kosið á fjögurra ára fresti. Og yfirlýsingar yfirvalda séu oft á tíðum í andstöðu við gjörðir. En það skipti miklu máli hvað ríkið geri. „Það er hlutverk annars vegar peningamálastefnu Seðlabankans og hins vegar ríkisins að halda uppi stöðugleika. Að bíða eftir því hvernig kjarasamningar fara, það er þeirra að leggja línuna, en ekki verkalýðsfélaganna.“ Heimir Már benti á að það væri svolítið eins og menn væru að bíta í skottið á sér. Það sé ljóst að til verði að koma marktæk húsnæðisstefna. Finnbjörn sagði að hún væri tvíþætt kröfugerðin sem verkalýðsfélögin myndu setja fram, á hendur fyrirtækjunum og svo á hendur ríkinu. Og ríkinu bæri að sýna spilin. Það gengi ekki að hækka gjaldskrár strax eftir að búið væri að semja.vísir/vilhelm Finnbjörn sagði að þegar nýbúið að skrifa undir samninga í fyrra þegar ríkisstjórnin hafi hækkað allar sínar gjaldskrár og það hafi mælst inn í verðbólguna. „Þeir verða að sýna ábyrgð en ekki segja alltaf að verkalýðshreyfingin verði að sýna ábyrgð. Ríkið og sveitarfélögin eiga að geta gert þetta sjálf. Það er verið að snúa þessu á haus.“ Sigríður Margrét sagði að það sem skipti máli sé að það sé breið samstaða um hvert verkefni um sig. Og það sé jafn erfitt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að eiga við verðbólguna. Hún lýsti sig sem sagt ósammála Finnbirni í þeim efnum. Ekkert til sem heitir séríslensk hagfræði „Við megum ekki gera lítið úr vægi vinnumarkaðarins þegar kemur að hagstjórninni. Við búum í þjóðfélagi sem býður upp á hæstu launin og mesta jöfnuðinn, að meðaltali já, langstærsti kostnaður eru laun og launtengd gjöld. Ég skil vel að þessi þáttur hafi mikil áhrif. En þess vegna er mikilvægt að allir séu við borðið og það sé hægt að gera nýja þjóðarsátt,“ sagði Sigríður Margrét. Finnbjörn sagðist spurður að verkalýðshreyfingin væri ekki í neinum skeytasendingum: „Við erum öll á einu máli um að það þarf að ná niður verðbólgunni. Við erum vel lestuð af sköttum og bætum ekki við okkur,“ sagði Finnbjörn og benti á að einhverjir aðrir en verklýðurinn þyrfti að borga ef til kæmu kostnaðarsamar aðgerðir yfirvalda. „Það þarf einhver annar að borga það. Það er rekstur heimilanna sem þarf að skoða og ganga á þá aðila sem hafa með hann að gera; hvað ætlið þið að gera? Í fyrra gerðum við samninga í krafti þess að fyrirtæki veltu þessu ekki út í verðlagið en það er það sem gerðist.“ Sigríður Margrét benti á móti á að öll þyrftum við að sýna ábyrgð. Og hún lýsti sig ósammála Finnbirni um að fyrirtækin hafi velt öllu þessu út í verðlagið. „Miklar verðbólguvæntingar er sagan okkar. Það er ekkert til sem heitir séríslensk hagfræði. Ef við horfum til síðustu þrjátíu ára, við erum alltaf að hækka laun hér þrefalt meira en gerist og gengur í Norðurlöndum.“ Sigríður Margrét sagði þar ekki við verklýðshreyfinguna eina að sakast, þar þyrftu fyrirtækin að líta í eigin barm. „Við erum með verðbólgu sem er fimm prósent að meðaltali og stýrivexti uppá 7,5 prósent. Allt annað á öðrum Norðurlöndum.“ Ólíku saman að jafna kerfinu hér og á Norðurlöndum En við erum með nokkuð sem heitir „séríslensk króna“ benti Heimir Már á. Hér hafi verið pöntuð gengisfelling strax eftir að samið var. „Ég vorkenni fólki eins og ykkur, krónan er alltaf á fleygiferð?“ Finnbjörn sagði stóra muninn þann að Norðurlöndum og svo hjá okkur væri skattlagning með allt öðrum hætti. Við erum alltaf með lægsta samnefnarann, sá sem getur borgað minnst og miðað við hann. „Skattkerfið á að laga það ef ekki eru sambærileg kjör en það er ekki hér á Íslandi. Þess vegna er þetta JóJó.“ Finnbjörn nefndi að stöðguleika í barnabótakerfinu væri ekki að heilsa, þar skorti festu og ef laun hækki þá fylgi ekki barnabótakerfið. Það þurfi alltaf að til atvinnurekenda. Finnbjörn sagði skorta á stöðugleika, ábyrgðin verði að vera allsstaðar og allt um kring. „Vextir eru að hækka á fólk sem tók lán fyrir þremur eða fjórum árum. Það þarf að grípa þetta fólk.“ Sigríður Margrét var ósammála Finnbirni í því að launafólk þyrfti eitt að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Nú skipti máli að finna sameiginlega lausn þar sem barist væri gegn verðbólgu, himinháum vöxtum og að samningar væru fyrirsjáanlegir.vísir/vilhelm Heimir Már benti á nýlegar tölur sem benda til þess að launasumman sé að lækka á Íslandi, laun hafi hækkað um 0,7 prósent en fólksfjöldi að aukast um nærri 3 prósent? Sigríður Margrét gaf lítið fyrir það en sagði að við byggjum við ein bestu lífskjör í heiminum. „Það þarf að standa undir þeirri verðmætasköpun. Eitt sem við höfum lagt áherslu á hjá SA er hversu miklu útflutningsgreinarnar okkar eru að skila. Við erum samt með minnstu fjölbreytnina hjá OECD.“ Við værum rétt núna að ná þeirri landsframleiðslu og við vorum með fyrir Covid. Við höfum jafnað okkur hratt. „En það er undirliggjandi vandi sem er að speglast í verðbólgunni en einnig í velferð fólksins okkar er húsnæðisvandinn sem ekki hefur verið tekið á. Við höfum ekki verið að byggja í takt við íbúafjölgun. Þar hefur okkur ekki farnast nógu vel en okkur hefur tekist að byggja upp öflugt atvinnulíf,“ sagði Sigríður Margrét. Ætluðu ekki að semja í beinni útsendingu Finnbjörn sagði launahlutfallið, miðað við þjóðarframleiðslu, sé að lækka. Það sé komið úr 68 prósent og í um 64 prósent. „Fyrirtækin hafa verið að taka talsvert til sín. Eðlilegt að við séum að ná í framleiðsluna per mann núna. Við viljum halda í þann kaupmátt, við erum með góðan kaupmátt, en við þurfum einfaldlega að deila þeim gæðum út í gegnum kjarasamninga og hins vegar í gegnum skattkerfið okkar.“ Finnbjörn sagði það fara eftir því hvernig til tækist með það, í mikilli verðbólgu sem næmi 7,5 prósentum, hvað ríkið gerði. Verkalýðshreyfingin setti fram tvíþætta kröfugerð sem annars vegar standi á ríkið og hins vegar atvinnurekendur. Sama hvað Heimir Már reyndi, tókst honum ekki að fá neinar tölur né tímasetningar á hreint. Það er ekki þar með sagt að fundur þeirra tveggja í Pallborði Vísis hafi verið upplýsandi: Þau ætluðu bara ekki að semja í beinni útsendingu.vísir/vilhelm Hann svaraði spurningu Heimis Más með að ef allir ætluðu sér að bíða þá gerðist ekki neitt með þeim orðum að það fari að draga til tíðinda. Heimir Már reyndi að fiska og spurði hvort ekki mætti þá gera ráð fyrir því að laun hækki á bilinu 3 til 5 prósent? „Ég held að við séum ekki að fara í samninga í beinni útsendingu. Það sem skiptir öllu máli að við séum á þessum stað sem við erum núna og verkefnið sé að ná niður verðbólgunni og vöxtunum. Verkefnið er að halda kaupmætti í landinu. Að okkur takst að semja þannig að það sé fyrirsjáanleiki. Má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að finna leiðir,“ sagði þá Sigríður Margrét. Átök og ófriður eins og kartafla í skóinn En varla ætlið þið að bíða á sitthvorri skrifstofunni eftir því að einhver annar sýni spilin, spurði Heimir Már. Þá gerist nú varla mikið? „Heimir, við segjum þér ekki allt,“ sagði þá Finnbjörn. „Ég ætla reyna að tryggja það, ef samið verður til þriggja til fjögurra ára, að fyrirsjáanleikinn sé þess eðlis að þú sért borgunarmaður fyrir láni sem þú tekur. Ekki alveg ljóst því þetta er samspil svo margra þátta.“ Sigríður Margrét tók upp þann þráð og sagði bestu jólagjöfina sem hægt væri að færa þjóðinni væru samningar spegli sanngirni. „Átök og ófriður í þessu ástandi sem er ekki bara hér, heldur í nágrannalöndum okkar, er eins og að fá kartöflu í skóinn. Ég veit að okkur mun takast það.“ Og hún bætti því við að tíminn sem fyrirtæki velti launahækkunum umhugsunarlaust sé liðinn. En meðan Sigríður Margrét var bjartsýn á að það tækist að semja fyrir jól var Finnbjörn ekki þar: „Ég á ekki von á því að við klárum þetta fyrir jól.“ Pallborðið ASÍ Atvinnurekendur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Merkilegur samhljómar var milli þeirra tveggja og bæði vörðust þau fimlega beinskeyttum spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns, en helst var á Heimi að skilja að hann vildi klára samningaviðræðurnar í þættinum. Hér verður skautað yfir það helsta. Fram kom að mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað hjá bæði SA og ASÍ. Tugir funda en það sem þau Finnbjörn og Sigríður Margrét voru fullkomlega sammála um, það sem öllu máli skipti núna, var að halda bæri kaupmætti um leið og barist yrði gegn verðbólgutíð og himin háum vöxtum. „Við höfum sagt að það skipti öllu máli þegar verkefni af þessari stærðargráðu er annars vegar,“ sagði Sigríður Margrét. Segir ríkið annað í orði en á borði Heimir Már taldi einsýnt að enginn vildi verðbólgu. En Seðlabankinn og fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi óneitanlega ýft fjaðrirnar á verkalýðsforystunni með tali sínu um hóflegar launahækkanir? Er verkalýðshreyfingin að gangast inn á þetta, með það fyrir augum að semja upp á nánast engar launahækkanir? Finnbjörn sagði það augljóst að verðbólga bitni meira á launafólki en fyrirtækjum. „Við þurfum að taka alla verðbólguna á okkur sjálf. Við þekkjum þessa tíma, þegar verðbólgan var há og við viljum ekki að neinn þurfi að lifa við það. En ég get að stórum hluta tekið undir með Sigríði, þetta er verkefni allra. Og þá verða allir að standa við það sem þeir segja á tyllidögum. Við finnum ekki enn þennan samhljóm.“ Í þessari samantekt er hlaupið yfir það helsta sem þau Finnbjörn og Sigríður Margrét sögðu en til að fá greinarbetri mynd af samtali þeirra tveggja er hægt að sjá hvað fór þeim á milli hér neðar. Heimir Már benti á að Reykjavíkurborg hafi lýst yfir vilja til að draga úr gjaldskrárhækkunum ef á borðinu lægi skynsamlegur samningur. En þetta er óneitanlega erfiður tími, önnur umræða fjárlaga að fara af stað. Þar eru gjaldskrárhækkanir á borðinu, tíminn er ekki að vinna með ykkur, Sigríður? „Það er jákvætt að það sé skilningur á meginniðurstöðu; mjög jákvætt og skýr skilaboð bæði frá ríki og sveitarfélögum að þær muni ekki láta sínar gjaldskrárhækkanir raska stöðugleika. En þetta þarf að hanga saman við að við séum að ganga frá kjarasamningum til lengri tíma sem eru ekki verðbólguhvetjandi,“ sagði Sigríður Margrét. Ríki og sveit verði að sýna ábyrgð Heimir Már spurði þá gallvaskur: Getið þið ekki bara hespað þessu af fyrir jól? Finnbjörn sagði að þetta væri margslungnara en svo. Á Íslandi er kosið á fjögurra ára fresti. Og yfirlýsingar yfirvalda séu oft á tíðum í andstöðu við gjörðir. En það skipti miklu máli hvað ríkið geri. „Það er hlutverk annars vegar peningamálastefnu Seðlabankans og hins vegar ríkisins að halda uppi stöðugleika. Að bíða eftir því hvernig kjarasamningar fara, það er þeirra að leggja línuna, en ekki verkalýðsfélaganna.“ Heimir Már benti á að það væri svolítið eins og menn væru að bíta í skottið á sér. Það sé ljóst að til verði að koma marktæk húsnæðisstefna. Finnbjörn sagði að hún væri tvíþætt kröfugerðin sem verkalýðsfélögin myndu setja fram, á hendur fyrirtækjunum og svo á hendur ríkinu. Og ríkinu bæri að sýna spilin. Það gengi ekki að hækka gjaldskrár strax eftir að búið væri að semja.vísir/vilhelm Finnbjörn sagði að þegar nýbúið að skrifa undir samninga í fyrra þegar ríkisstjórnin hafi hækkað allar sínar gjaldskrár og það hafi mælst inn í verðbólguna. „Þeir verða að sýna ábyrgð en ekki segja alltaf að verkalýðshreyfingin verði að sýna ábyrgð. Ríkið og sveitarfélögin eiga að geta gert þetta sjálf. Það er verið að snúa þessu á haus.“ Sigríður Margrét sagði að það sem skipti máli sé að það sé breið samstaða um hvert verkefni um sig. Og það sé jafn erfitt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að eiga við verðbólguna. Hún lýsti sig sem sagt ósammála Finnbirni í þeim efnum. Ekkert til sem heitir séríslensk hagfræði „Við megum ekki gera lítið úr vægi vinnumarkaðarins þegar kemur að hagstjórninni. Við búum í þjóðfélagi sem býður upp á hæstu launin og mesta jöfnuðinn, að meðaltali já, langstærsti kostnaður eru laun og launtengd gjöld. Ég skil vel að þessi þáttur hafi mikil áhrif. En þess vegna er mikilvægt að allir séu við borðið og það sé hægt að gera nýja þjóðarsátt,“ sagði Sigríður Margrét. Finnbjörn sagðist spurður að verkalýðshreyfingin væri ekki í neinum skeytasendingum: „Við erum öll á einu máli um að það þarf að ná niður verðbólgunni. Við erum vel lestuð af sköttum og bætum ekki við okkur,“ sagði Finnbjörn og benti á að einhverjir aðrir en verklýðurinn þyrfti að borga ef til kæmu kostnaðarsamar aðgerðir yfirvalda. „Það þarf einhver annar að borga það. Það er rekstur heimilanna sem þarf að skoða og ganga á þá aðila sem hafa með hann að gera; hvað ætlið þið að gera? Í fyrra gerðum við samninga í krafti þess að fyrirtæki veltu þessu ekki út í verðlagið en það er það sem gerðist.“ Sigríður Margrét benti á móti á að öll þyrftum við að sýna ábyrgð. Og hún lýsti sig ósammála Finnbirni um að fyrirtækin hafi velt öllu þessu út í verðlagið. „Miklar verðbólguvæntingar er sagan okkar. Það er ekkert til sem heitir séríslensk hagfræði. Ef við horfum til síðustu þrjátíu ára, við erum alltaf að hækka laun hér þrefalt meira en gerist og gengur í Norðurlöndum.“ Sigríður Margrét sagði þar ekki við verklýðshreyfinguna eina að sakast, þar þyrftu fyrirtækin að líta í eigin barm. „Við erum með verðbólgu sem er fimm prósent að meðaltali og stýrivexti uppá 7,5 prósent. Allt annað á öðrum Norðurlöndum.“ Ólíku saman að jafna kerfinu hér og á Norðurlöndum En við erum með nokkuð sem heitir „séríslensk króna“ benti Heimir Már á. Hér hafi verið pöntuð gengisfelling strax eftir að samið var. „Ég vorkenni fólki eins og ykkur, krónan er alltaf á fleygiferð?“ Finnbjörn sagði stóra muninn þann að Norðurlöndum og svo hjá okkur væri skattlagning með allt öðrum hætti. Við erum alltaf með lægsta samnefnarann, sá sem getur borgað minnst og miðað við hann. „Skattkerfið á að laga það ef ekki eru sambærileg kjör en það er ekki hér á Íslandi. Þess vegna er þetta JóJó.“ Finnbjörn nefndi að stöðguleika í barnabótakerfinu væri ekki að heilsa, þar skorti festu og ef laun hækki þá fylgi ekki barnabótakerfið. Það þurfi alltaf að til atvinnurekenda. Finnbjörn sagði skorta á stöðugleika, ábyrgðin verði að vera allsstaðar og allt um kring. „Vextir eru að hækka á fólk sem tók lán fyrir þremur eða fjórum árum. Það þarf að grípa þetta fólk.“ Sigríður Margrét var ósammála Finnbirni í því að launafólk þyrfti eitt að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Nú skipti máli að finna sameiginlega lausn þar sem barist væri gegn verðbólgu, himinháum vöxtum og að samningar væru fyrirsjáanlegir.vísir/vilhelm Heimir Már benti á nýlegar tölur sem benda til þess að launasumman sé að lækka á Íslandi, laun hafi hækkað um 0,7 prósent en fólksfjöldi að aukast um nærri 3 prósent? Sigríður Margrét gaf lítið fyrir það en sagði að við byggjum við ein bestu lífskjör í heiminum. „Það þarf að standa undir þeirri verðmætasköpun. Eitt sem við höfum lagt áherslu á hjá SA er hversu miklu útflutningsgreinarnar okkar eru að skila. Við erum samt með minnstu fjölbreytnina hjá OECD.“ Við værum rétt núna að ná þeirri landsframleiðslu og við vorum með fyrir Covid. Við höfum jafnað okkur hratt. „En það er undirliggjandi vandi sem er að speglast í verðbólgunni en einnig í velferð fólksins okkar er húsnæðisvandinn sem ekki hefur verið tekið á. Við höfum ekki verið að byggja í takt við íbúafjölgun. Þar hefur okkur ekki farnast nógu vel en okkur hefur tekist að byggja upp öflugt atvinnulíf,“ sagði Sigríður Margrét. Ætluðu ekki að semja í beinni útsendingu Finnbjörn sagði launahlutfallið, miðað við þjóðarframleiðslu, sé að lækka. Það sé komið úr 68 prósent og í um 64 prósent. „Fyrirtækin hafa verið að taka talsvert til sín. Eðlilegt að við séum að ná í framleiðsluna per mann núna. Við viljum halda í þann kaupmátt, við erum með góðan kaupmátt, en við þurfum einfaldlega að deila þeim gæðum út í gegnum kjarasamninga og hins vegar í gegnum skattkerfið okkar.“ Finnbjörn sagði það fara eftir því hvernig til tækist með það, í mikilli verðbólgu sem næmi 7,5 prósentum, hvað ríkið gerði. Verkalýðshreyfingin setti fram tvíþætta kröfugerð sem annars vegar standi á ríkið og hins vegar atvinnurekendur. Sama hvað Heimir Már reyndi, tókst honum ekki að fá neinar tölur né tímasetningar á hreint. Það er ekki þar með sagt að fundur þeirra tveggja í Pallborði Vísis hafi verið upplýsandi: Þau ætluðu bara ekki að semja í beinni útsendingu.vísir/vilhelm Hann svaraði spurningu Heimis Más með að ef allir ætluðu sér að bíða þá gerðist ekki neitt með þeim orðum að það fari að draga til tíðinda. Heimir Már reyndi að fiska og spurði hvort ekki mætti þá gera ráð fyrir því að laun hækki á bilinu 3 til 5 prósent? „Ég held að við séum ekki að fara í samninga í beinni útsendingu. Það sem skiptir öllu máli að við séum á þessum stað sem við erum núna og verkefnið sé að ná niður verðbólgunni og vöxtunum. Verkefnið er að halda kaupmætti í landinu. Að okkur takst að semja þannig að það sé fyrirsjáanleiki. Má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að finna leiðir,“ sagði þá Sigríður Margrét. Átök og ófriður eins og kartafla í skóinn En varla ætlið þið að bíða á sitthvorri skrifstofunni eftir því að einhver annar sýni spilin, spurði Heimir Már. Þá gerist nú varla mikið? „Heimir, við segjum þér ekki allt,“ sagði þá Finnbjörn. „Ég ætla reyna að tryggja það, ef samið verður til þriggja til fjögurra ára, að fyrirsjáanleikinn sé þess eðlis að þú sért borgunarmaður fyrir láni sem þú tekur. Ekki alveg ljóst því þetta er samspil svo margra þátta.“ Sigríður Margrét tók upp þann þráð og sagði bestu jólagjöfina sem hægt væri að færa þjóðinni væru samningar spegli sanngirni. „Átök og ófriður í þessu ástandi sem er ekki bara hér, heldur í nágrannalöndum okkar, er eins og að fá kartöflu í skóinn. Ég veit að okkur mun takast það.“ Og hún bætti því við að tíminn sem fyrirtæki velti launahækkunum umhugsunarlaust sé liðinn. En meðan Sigríður Margrét var bjartsýn á að það tækist að semja fyrir jól var Finnbjörn ekki þar: „Ég á ekki von á því að við klárum þetta fyrir jól.“
Pallborðið ASÍ Atvinnurekendur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira