Skoðun

Hversu margir þurfa að deyja á bið­lista á meðan ríkis­stjórnin sefur!

Inga Sæland skrifar

Síðasta föstudag greiddum við atkvæði um fjárlögin. Eitt af málum Flokks fólksins var að fá aukið fjármagn til stofnana eins og SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krýsuvíkur svo þær gætu sinnt þeim fárveiku einstaklingum sem bíða eftir hjálp. En allar tillögurnar voru felldar, þau sögðu NEI — þrátt fyrir að árlega deyi tugir einstaklinga ótímabærum dauða vegna fíkniskjúkdómsins sér ríkisstjórnin enga ástæðu til að koma til bjargar.

En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem ríkir algjört neyðarástand? Þar sem fárveikt fólk deyr á biðlistum eftir hjálp. Ég á enga aðra skýringu en fordóma. Stjórnvöld viðurkenna ekki sjúkdóminn vegna fordóma.

Það er ekki náttúrulögmál að fólkið okkar skuli deyja á biðlistum. Þetta er algjörlega mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir sorgina og vonleysið þá vil ég trúa að réttlætið sigri að lokum. En hversu margir þurfa að deyja áður en sá dagur rennur upp? Hvenær ætlar ríkisstjórnin að skilja að þau þola enga bið.

Höfundur er formaður Flokks fólksins. 




Skoðun

Skoðun

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Sjá meira


×