Mikilvægt samkomulag ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. desember 2023 07:00 Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Vinstri græn Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun