Hann hlýtur að vera á útleið Jón Ingi Hákonarson skrifar 20. desember 2023 10:30 Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun