Hann hlýtur að vera á útleið Jón Ingi Hákonarson skrifar 20. desember 2023 10:30 Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun